Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
   sun 25. ágúst 2024 18:10
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Við áttum skítlélegan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er asnalegt að segja það en ég er ótrúlega stoltur í dag. Þetta er 18 leikja tímabil og við áttum slæman dag í dag og þeir hafa verið fáir þetta tímabilið. Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-0 tap gegn Blikum í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Hafdís Bára Höskuldsdóttir lék sinn seinasta leik í dag fyrir Víkinga þetta tímabilið en hún er á leið til Svíþjóðar í Kíropraktornám.

„Ég vil þakka Hafdísi kærlega fyrir. Við söknum hennar og elskum hana. Hún hefur verið frábær fyrir okkur og ég er að glíma við blendnar tilfinnningar.

Víkingar voru aðeins 1-0 undir í hálfleiknum en leikur fór frá þeim snemma í seinni hálfleik þegar Blika skoruðu tvívegis með stuttu millibili.

„Þær skoruðu bara tvö snemmbúin mörk. Þær voru með plan sem við náðum ekki að bregðast við. Mögulega vorum við ekki tilbúnar eftir hálfleikinn. Við höfum átt fleiri góða en slæma daga en í dag var dagurinn slakur í dag. Við þurfum að takmarka slíka daga og höfum náð því. Það má ekki gleymast að við erum nýliðar, við erum orðnar alvöru Bestu deildar klúbbur núna.

„Ég vil þakka stelpunum fyrir 18 leikja tímabilið en einnig vil ég óska Blikum til hamingju, þetta var besti leikur sem ég hef séð þær spila. Við áttum skítlélegan leik og þær mjög góðan við fengum bara það sem við áttum skilið

Víkingar munu ekki þurfa að bíða lengi eftir því að reyna hefna sín en næsti leikur er aftur gegn Blikum.

„Þau einu skref sem við eigum eftir að taka er að vinna Blika og Val á útivelli. Við þurfum að læra og höfum lært á hverju ári, leikmennirnir verða sífellt betri og verða vonandi tilbúnir í næstu viku."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner