Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   sun 25. ágúst 2024 18:10
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Við áttum skítlélegan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er asnalegt að segja það en ég er ótrúlega stoltur í dag. Þetta er 18 leikja tímabil og við áttum slæman dag í dag og þeir hafa verið fáir þetta tímabilið. Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-0 tap gegn Blikum í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Hafdís Bára Höskuldsdóttir lék sinn seinasta leik í dag fyrir Víkinga þetta tímabilið en hún er á leið til Svíþjóðar í Kíropraktornám.

„Ég vil þakka Hafdísi kærlega fyrir. Við söknum hennar og elskum hana. Hún hefur verið frábær fyrir okkur og ég er að glíma við blendnar tilfinnningar.

Víkingar voru aðeins 1-0 undir í hálfleiknum en leikur fór frá þeim snemma í seinni hálfleik þegar Blika skoruðu tvívegis með stuttu millibili.

„Þær skoruðu bara tvö snemmbúin mörk. Þær voru með plan sem við náðum ekki að bregðast við. Mögulega vorum við ekki tilbúnar eftir hálfleikinn. Við höfum átt fleiri góða en slæma daga en í dag var dagurinn slakur í dag. Við þurfum að takmarka slíka daga og höfum náð því. Það má ekki gleymast að við erum nýliðar, við erum orðnar alvöru Bestu deildar klúbbur núna.

„Ég vil þakka stelpunum fyrir 18 leikja tímabilið en einnig vil ég óska Blikum til hamingju, þetta var besti leikur sem ég hef séð þær spila. Við áttum skítlélegan leik og þær mjög góðan við fengum bara það sem við áttum skilið

Víkingar munu ekki þurfa að bíða lengi eftir því að reyna hefna sín en næsti leikur er aftur gegn Blikum.

„Þau einu skref sem við eigum eftir að taka er að vinna Blika og Val á útivelli. Við þurfum að læra og höfum lært á hverju ári, leikmennirnir verða sífellt betri og verða vonandi tilbúnir í næstu viku."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner