Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 25. ágúst 2024 18:10
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Við áttum skítlélegan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er asnalegt að segja það en ég er ótrúlega stoltur í dag. Þetta er 18 leikja tímabil og við áttum slæman dag í dag og þeir hafa verið fáir þetta tímabilið. Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-0 tap gegn Blikum í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Hafdís Bára Höskuldsdóttir lék sinn seinasta leik í dag fyrir Víkinga þetta tímabilið en hún er á leið til Svíþjóðar í Kíropraktornám.

„Ég vil þakka Hafdísi kærlega fyrir. Við söknum hennar og elskum hana. Hún hefur verið frábær fyrir okkur og ég er að glíma við blendnar tilfinnningar.

Víkingar voru aðeins 1-0 undir í hálfleiknum en leikur fór frá þeim snemma í seinni hálfleik þegar Blika skoruðu tvívegis með stuttu millibili.

„Þær skoruðu bara tvö snemmbúin mörk. Þær voru með plan sem við náðum ekki að bregðast við. Mögulega vorum við ekki tilbúnar eftir hálfleikinn. Við höfum átt fleiri góða en slæma daga en í dag var dagurinn slakur í dag. Við þurfum að takmarka slíka daga og höfum náð því. Það má ekki gleymast að við erum nýliðar, við erum orðnar alvöru Bestu deildar klúbbur núna.

„Ég vil þakka stelpunum fyrir 18 leikja tímabilið en einnig vil ég óska Blikum til hamingju, þetta var besti leikur sem ég hef séð þær spila. Við áttum skítlélegan leik og þær mjög góðan við fengum bara það sem við áttum skilið

Víkingar munu ekki þurfa að bíða lengi eftir því að reyna hefna sín en næsti leikur er aftur gegn Blikum.

„Þau einu skref sem við eigum eftir að taka er að vinna Blika og Val á útivelli. Við þurfum að læra og höfum lært á hverju ári, leikmennirnir verða sífellt betri og verða vonandi tilbúnir í næstu viku."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner