Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. ágúst 2024 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslti kvöldsins eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 2-1 á Lambhagavelli.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Maður er bara sár og svekkur, því maður vill auðvitað fá víti en svo er bara það mat dómara hvort þetta sé hendi eða ekki hendi. Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir, margir fótbolta áhugamenn ekki alveg með á hreinu hvenær á að dæma hendi. Oft er þetta mats atriði og hann metur þetta bara þannig. Svo fer bara boltinn upp hinumegin, fyrirgjöf og skallamark. Við verjumst því illa, við hefðum getað gert það betur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við getum ekki kennt dómaranum um okkar ófarir, hann dæmdi svo sem ágætlega og þetta var flottur leikur. Mér fannst við vera mjög flottir í fyrri hálfleik og stýra leiknum og ógna KA mönnum mjög mikið. Svo var þetta töluvert jafnara í síðari hálfleik og mjög skemmtilegur leikur. Maður er fúll að tapa því ég held að jafntefli hefði líkast til verið sanngjörn úrslit. Ofboðslega fúlt að tapa þessu svona þegar maður vill fá vítaspyrnu öðru megin, fær hana ekki og þeir fara upp og skora. Þá verður maður náttúrulega alveg brjálaður, hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki, það veit ég ekki."

KA fer upp fyrir Fram í deildinni með þessum úrslitum sem þýðir að Fram er ekki lengur í efri helmingnum. Það eru tveir leikir eftir fyrir skiptingu og þá þarf Fram að vinna sína leiki, og treysta á önnur lið ef þeir ætla að komast upp fyrir strik fyrir skiptingu.

„Ég veit að við erum ekki í topp 6 ennþá, það eru tveir leikir eftir. Ég sagði það fyrir mótið að við vildum vera í þeirri stöðu að þegar kæmist að síðustu umferðunum vildum við vera í möguleika á að vera í topp 6. Við erum ennþá í þeim möguleika, það á mikið eftir að gerast. Við þurfum bara að halda áfram, sjá hvað gerist í næsta leik og bara að fara að vinna. HK þarf líka að vinna og við erum að spila við þá. Deildin er bara þannig að það er hörkuspenna bæði á toppi og botni, komast í topp 6 og komast úr botnbaráttu. Þannig það er enginn leikur gefins fyrirfram, þetta er allt erfitt og það eru allir leikir erfiðir. Við verðum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner