Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   sun 25. ágúst 2024 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslti kvöldsins eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 2-1 á Lambhagavelli.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Maður er bara sár og svekkur, því maður vill auðvitað fá víti en svo er bara það mat dómara hvort þetta sé hendi eða ekki hendi. Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir, margir fótbolta áhugamenn ekki alveg með á hreinu hvenær á að dæma hendi. Oft er þetta mats atriði og hann metur þetta bara þannig. Svo fer bara boltinn upp hinumegin, fyrirgjöf og skallamark. Við verjumst því illa, við hefðum getað gert það betur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við getum ekki kennt dómaranum um okkar ófarir, hann dæmdi svo sem ágætlega og þetta var flottur leikur. Mér fannst við vera mjög flottir í fyrri hálfleik og stýra leiknum og ógna KA mönnum mjög mikið. Svo var þetta töluvert jafnara í síðari hálfleik og mjög skemmtilegur leikur. Maður er fúll að tapa því ég held að jafntefli hefði líkast til verið sanngjörn úrslit. Ofboðslega fúlt að tapa þessu svona þegar maður vill fá vítaspyrnu öðru megin, fær hana ekki og þeir fara upp og skora. Þá verður maður náttúrulega alveg brjálaður, hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki, það veit ég ekki."

KA fer upp fyrir Fram í deildinni með þessum úrslitum sem þýðir að Fram er ekki lengur í efri helmingnum. Það eru tveir leikir eftir fyrir skiptingu og þá þarf Fram að vinna sína leiki, og treysta á önnur lið ef þeir ætla að komast upp fyrir strik fyrir skiptingu.

„Ég veit að við erum ekki í topp 6 ennþá, það eru tveir leikir eftir. Ég sagði það fyrir mótið að við vildum vera í þeirri stöðu að þegar kæmist að síðustu umferðunum vildum við vera í möguleika á að vera í topp 6. Við erum ennþá í þeim möguleika, það á mikið eftir að gerast. Við þurfum bara að halda áfram, sjá hvað gerist í næsta leik og bara að fara að vinna. HK þarf líka að vinna og við erum að spila við þá. Deildin er bara þannig að það er hörkuspenna bæði á toppi og botni, komast í topp 6 og komast úr botnbaráttu. Þannig það er enginn leikur gefins fyrirfram, þetta er allt erfitt og það eru allir leikir erfiðir. Við verðum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner