Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
banner
   sun 25. ágúst 2024 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslti kvöldsins eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 2-1 á Lambhagavelli.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Maður er bara sár og svekkur, því maður vill auðvitað fá víti en svo er bara það mat dómara hvort þetta sé hendi eða ekki hendi. Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir, margir fótbolta áhugamenn ekki alveg með á hreinu hvenær á að dæma hendi. Oft er þetta mats atriði og hann metur þetta bara þannig. Svo fer bara boltinn upp hinumegin, fyrirgjöf og skallamark. Við verjumst því illa, við hefðum getað gert það betur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við getum ekki kennt dómaranum um okkar ófarir, hann dæmdi svo sem ágætlega og þetta var flottur leikur. Mér fannst við vera mjög flottir í fyrri hálfleik og stýra leiknum og ógna KA mönnum mjög mikið. Svo var þetta töluvert jafnara í síðari hálfleik og mjög skemmtilegur leikur. Maður er fúll að tapa því ég held að jafntefli hefði líkast til verið sanngjörn úrslit. Ofboðslega fúlt að tapa þessu svona þegar maður vill fá vítaspyrnu öðru megin, fær hana ekki og þeir fara upp og skora. Þá verður maður náttúrulega alveg brjálaður, hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki, það veit ég ekki."

KA fer upp fyrir Fram í deildinni með þessum úrslitum sem þýðir að Fram er ekki lengur í efri helmingnum. Það eru tveir leikir eftir fyrir skiptingu og þá þarf Fram að vinna sína leiki, og treysta á önnur lið ef þeir ætla að komast upp fyrir strik fyrir skiptingu.

„Ég veit að við erum ekki í topp 6 ennþá, það eru tveir leikir eftir. Ég sagði það fyrir mótið að við vildum vera í þeirri stöðu að þegar kæmist að síðustu umferðunum vildum við vera í möguleika á að vera í topp 6. Við erum ennþá í þeim möguleika, það á mikið eftir að gerast. Við þurfum bara að halda áfram, sjá hvað gerist í næsta leik og bara að fara að vinna. HK þarf líka að vinna og við erum að spila við þá. Deildin er bara þannig að það er hörkuspenna bæði á toppi og botni, komast í topp 6 og komast úr botnbaráttu. Þannig það er enginn leikur gefins fyrirfram, þetta er allt erfitt og það eru allir leikir erfiðir. Við verðum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner