Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 25. ágúst 2024 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslti kvöldsins eftir að liðið hans tapaði fyrir KA 2-1 á Lambhagavelli.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KA

„Maður er bara sár og svekkur, því maður vill auðvitað fá víti en svo er bara það mat dómara hvort þetta sé hendi eða ekki hendi. Menn virðast ekki vita það, hvorki ég né dómararnir, margir fótbolta áhugamenn ekki alveg með á hreinu hvenær á að dæma hendi. Oft er þetta mats atriði og hann metur þetta bara þannig. Svo fer bara boltinn upp hinumegin, fyrirgjöf og skallamark. Við verjumst því illa, við hefðum getað gert það betur og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við getum ekki kennt dómaranum um okkar ófarir, hann dæmdi svo sem ágætlega og þetta var flottur leikur. Mér fannst við vera mjög flottir í fyrri hálfleik og stýra leiknum og ógna KA mönnum mjög mikið. Svo var þetta töluvert jafnara í síðari hálfleik og mjög skemmtilegur leikur. Maður er fúll að tapa því ég held að jafntefli hefði líkast til verið sanngjörn úrslit. Ofboðslega fúlt að tapa þessu svona þegar maður vill fá vítaspyrnu öðru megin, fær hana ekki og þeir fara upp og skora. Þá verður maður náttúrulega alveg brjálaður, hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki, það veit ég ekki."

KA fer upp fyrir Fram í deildinni með þessum úrslitum sem þýðir að Fram er ekki lengur í efri helmingnum. Það eru tveir leikir eftir fyrir skiptingu og þá þarf Fram að vinna sína leiki, og treysta á önnur lið ef þeir ætla að komast upp fyrir strik fyrir skiptingu.

„Ég veit að við erum ekki í topp 6 ennþá, það eru tveir leikir eftir. Ég sagði það fyrir mótið að við vildum vera í þeirri stöðu að þegar kæmist að síðustu umferðunum vildum við vera í möguleika á að vera í topp 6. Við erum ennþá í þeim möguleika, það á mikið eftir að gerast. Við þurfum bara að halda áfram, sjá hvað gerist í næsta leik og bara að fara að vinna. HK þarf líka að vinna og við erum að spila við þá. Deildin er bara þannig að það er hörkuspenna bæði á toppi og botni, komast í topp 6 og komast úr botnbaráttu. Þannig það er enginn leikur gefins fyrirfram, þetta er allt erfitt og það eru allir leikir erfiðir. Við verðum bara að halda áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner