Arsenal reynir að fá spænskan markvörð - Líklegt að Sancho fari til Juventus - Everton hefur áhuga á Amrabat
   fim 25. september 2014 11:04
Magnús Már Einarsson
Kristinn Kjærnested: Skýrist með Rúnar á næstu dögum
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir ekki ljóst hvort Rúnar Kristinsson muni halda áfram með liðið eftir tímabilið eða hvort hann fari til Noregs að þjálfa.

Rúnar fundaði með félagi í Noregi í vikunni en ekki hefur verið greint frá því um hvaða félag ræðir.

Hann hefur þó verið sterklega orðaður við sitt gamla félag Lilleström en líklegt er að þjálfarabreytingar séu í vændum þar.

,,Við höfum vitað af áhuga á honum síðan í fyrra," sagði Kristinn við Fótbolta.net í dag.

,,Samningurinn er opinn í báðar áttir núna en þetta skýrist vonandi á næstu dögum. Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar og við höfum ekki heyrt neitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner