Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
Sölvi: Vorum til í slagsmál og með yfirhöndina í návígjum
Davíð Smári: Komust upp með að væla og liggja í grasinu
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
   lau 25. september 2021 17:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Eins og Arnar Gunnlaus segir „Game of margins"
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Mér fannst þetta bara fagmannleg frammistaða eins og við höfum sýnt í allt sumar hérna á Kópavogsvelli, fyrir utan einn leik og bara massív frammistaða." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik voru grátlega nálgæt því að verða Íslandsmeistarar en fyrirliðinn vildi ekki kalla þetta vonbrigði þrátt fyrir misstig í lokaumferðum.
„Stutt að hugsa til FH leiksins og kannski byrjuninn. Mér fannst kannski frekar það að við vorum ekki alveg búnir að finna taktinn í byrjuninni og mér fannst við verða yfirburðarlið svona seinni helming mótsins en ég ætla ekki að vera með neinn hroka og segja að þetta hafi verið vonbrigðartímabil en auðvitað er þetta ótrúlega sárt að vera svona nálægt þessu en við stigum þokkalega yfir nokkrar vörður á þessu sumri og búnir að hrista af okkur ýmsar mýtur sem hefur veirð klínt á okkur eins og við getum ekki unnið stór lið og stóra leiki og hitt og þetta, mér fannst við bara eiga frábært sumar, förum langt í Evrópu, bætum stigametið, splundrum markatölu recordinu hjá okkur þannig þetta var bara næstum því fullkomið og það er klárlega eitthvað til að byggja á."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir