Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 25. september 2021 17:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Eins og Arnar Gunnlaus segir „Game of margins"
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Mér fannst þetta bara fagmannleg frammistaða eins og við höfum sýnt í allt sumar hérna á Kópavogsvelli, fyrir utan einn leik og bara massív frammistaða." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik voru grátlega nálgæt því að verða Íslandsmeistarar en fyrirliðinn vildi ekki kalla þetta vonbrigði þrátt fyrir misstig í lokaumferðum.
„Stutt að hugsa til FH leiksins og kannski byrjuninn. Mér fannst kannski frekar það að við vorum ekki alveg búnir að finna taktinn í byrjuninni og mér fannst við verða yfirburðarlið svona seinni helming mótsins en ég ætla ekki að vera með neinn hroka og segja að þetta hafi verið vonbrigðartímabil en auðvitað er þetta ótrúlega sárt að vera svona nálægt þessu en við stigum þokkalega yfir nokkrar vörður á þessu sumri og búnir að hrista af okkur ýmsar mýtur sem hefur veirð klínt á okkur eins og við getum ekki unnið stór lið og stóra leiki og hitt og þetta, mér fannst við bara eiga frábært sumar, förum langt í Evrópu, bætum stigametið, splundrum markatölu recordinu hjá okkur þannig þetta var bara næstum því fullkomið og það er klárlega eitthvað til að byggja á."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner