Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 25. september 2021 17:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Eins og Arnar Gunnlaus segir „Game of margins"
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Mér fannst þetta bara fagmannleg frammistaða eins og við höfum sýnt í allt sumar hérna á Kópavogsvelli, fyrir utan einn leik og bara massív frammistaða." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik voru grátlega nálgæt því að verða Íslandsmeistarar en fyrirliðinn vildi ekki kalla þetta vonbrigði þrátt fyrir misstig í lokaumferðum.
„Stutt að hugsa til FH leiksins og kannski byrjuninn. Mér fannst kannski frekar það að við vorum ekki alveg búnir að finna taktinn í byrjuninni og mér fannst við verða yfirburðarlið svona seinni helming mótsins en ég ætla ekki að vera með neinn hroka og segja að þetta hafi verið vonbrigðartímabil en auðvitað er þetta ótrúlega sárt að vera svona nálægt þessu en við stigum þokkalega yfir nokkrar vörður á þessu sumri og búnir að hrista af okkur ýmsar mýtur sem hefur veirð klínt á okkur eins og við getum ekki unnið stór lið og stóra leiki og hitt og þetta, mér fannst við bara eiga frábært sumar, förum langt í Evrópu, bætum stigametið, splundrum markatölu recordinu hjá okkur þannig þetta var bara næstum því fullkomið og það er klárlega eitthvað til að byggja á."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir