Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   lau 25. september 2021 17:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Eins og Arnar Gunnlaus segir „Game of margins"
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk nágranna sína í efri byggðum í heimsókn í dag þegar lokaumferð Pepsi Max deildar karla fór fram.

Breiðablik átti enn veika von um að verða Íslandsmeistarar en þeir urðu þá að sigra HK og vonast eftir því að Víkingur Reykjavík myndi misstíga sig í sinni baráttu. Breiðablik kláraði sitt verkefni gegn HK en því miður fyrir Blika kláruðu Víkingar líka sitt verkefni og því urðu Blikar að sætta sig við annað sætið í ár.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 HK

„Mér fannst þetta bara fagmannleg frammistaða eins og við höfum sýnt í allt sumar hérna á Kópavogsvelli, fyrir utan einn leik og bara massív frammistaða." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

Breiðablik voru grátlega nálgæt því að verða Íslandsmeistarar en fyrirliðinn vildi ekki kalla þetta vonbrigði þrátt fyrir misstig í lokaumferðum.
„Stutt að hugsa til FH leiksins og kannski byrjuninn. Mér fannst kannski frekar það að við vorum ekki alveg búnir að finna taktinn í byrjuninni og mér fannst við verða yfirburðarlið svona seinni helming mótsins en ég ætla ekki að vera með neinn hroka og segja að þetta hafi verið vonbrigðartímabil en auðvitað er þetta ótrúlega sárt að vera svona nálægt þessu en við stigum þokkalega yfir nokkrar vörður á þessu sumri og búnir að hrista af okkur ýmsar mýtur sem hefur veirð klínt á okkur eins og við getum ekki unnið stór lið og stóra leiki og hitt og þetta, mér fannst við bara eiga frábært sumar, förum langt í Evrópu, bætum stigametið, splundrum markatölu recordinu hjá okkur þannig þetta var bara næstum því fullkomið og það er klárlega eitthvað til að byggja á."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner