Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Markmiðið að halda Xavi Simons lengur
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Hollenska ungstirnið Xavi Simons hefur farið gríðarlega vel af stað á lánssamningi hjá RB Leipzig og er kominn með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í fimm fyrstu leikjum deildartímabilsins.


Hann er hjá Leipzig á láni frá PSG, eftir að Frakklandsmeistararnir nýttu endurkaupsrétt til að kaupa Simons frá PSV Eindhoven þar sem hann var aðalstjarnan og raðaði inn mörkunum í hollenska boltanum.

Simons vill þó fá spiltíma og það er ekki eitthvað sem Luis Enrique getur lofað honum í stjörnum prýddu liði PSG, því fékk hann að fara til Leipzig.

Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá Leipzig, segir að félagið muni gera allt í sínu valdi til að sannfæra Simons um að vera lengur hjá Leipzig heldur en bara eitt lánstímabil.

„Það er ljóst að við viljum halda honum lengur. Í besta falli getum við fengið láninu framlengt, vonandi gengur það upp. Xavi hefur byrjað virkilega vel með okkur og við erum spenntir fyrir framhaldinu," sagði Eberl. „Ég tel að við séum að binda hann tilfinningalega við Leipzig, við erum að reyna að halda honum hjá okkur á næstu leiktíð."

Leipzig hefur farið vel af stað í þýsku deildinni og er með 12 stig eftir 5 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner