Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. október 2020 22:22
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Skil ekki hvernig í fjandanum markið var dæmt af
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta er sár eftir 0-1 tap Arsenal á heimavelli gegn Leicester en þessi lið stefna á að berjast um hin ýmsu Evrópusæti í lok tímabils.

Arsenal var betri aðilinn í leiknum og var mark Alexandre Lacazette í fyrri hálfleik ekki dæmt gilt. Granit Xhaka var dæmdur brotlegur, VAR herbergið mat það svo að hann væri að trufla Kasper Schmeichel í markinu standandi í rangstöðu í kjölfar hornspyrnu.

Arteta er ekki sammála þessari ákvörðun og skilur ekki hvernig dómarateymið komst að þessari niðurstöðu.

„Ég er augljóslega mjög svekktur. Við vorum með leikinn í okkar höndum, við sköpuðum nóg af færum til að taka forystuna og skoruðum mark sem ég skil ekki hvernig í fjandanum var dæmt af," sagði Arteta að leikslokum.

„Í seinni hálfleik snerist þetta um þolinmæði gegn liði sem varðist gríðarlega neðarlega og átti ekki eina marktilraun sem hæfði rammann. Þeir sátu bara í vörn og biðu eftir mistökum til að refsa með skyndisókn, sem þeir gerðu."

Leicester er með 12 stig eftir 6 umferðir. Arsenal er með 9 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner