banner
   sun 25. október 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skilja ekki hvers vegna Saliba fær ekki tækifæri með Arsenal
Frakkar telja að stund Saliba með aðalliði Arsenal hljóti að fara að renna upp. Saliba á 22 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka.
Frakkar telja að stund Saliba með aðalliði Arsenal hljóti að fara að renna upp. Saliba á 22 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka.
Mynd: Getty Images
Fréttamenn í Frakklandi skilja ekki hvers vegna varnarmaðurinn ungi William Saliba fær ekki tækifæri hjá Arsenal eftir komu sína til félagsins í sumar.

Hinn 19 ára gamli Saliba hefur aðeins spilað fyrir varaliðið hingað til en Frakkar hafa miklar mætur á honum eftir frammistöðu hans með St. Etienne í frönsku deildinni.

Þar var hann við hlið Wesley Fofana í vörninni en Fofana er nokkrum mánuðum eldri og hefur byrjað afar vel í enska boltanum þar sem hann spilar með Leicester.

Í Frakklandi þótti Fofana gríðarlega öflugur varnarmaður en þó ekki í sama flokki og Saliba sem var einn af bestu varnarmönnum deildarinnar.

Gabriel er annar ungur varnarmaður sem fór úr frönsku deildinni yfir í þá ensku. Hann hefur staðið sig frábærlega með Arsenal og er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti.

Franskir fjölmiðlar halda því fram að Saliba telji sig tilbúinn til að spila fyrir aðalliðið og vilji ólmur fá tækifæri.

Saliba á aðeins 28 leiki að baki í franska boltanum en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner