banner
   mán 25. október 2021 15:37
Elvar Geir Magnússon
Stjórn Man Utd sögð skoða það að reka Solskjær
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Manchester United íhugar að reka Ole Gunnar Solskjær samkvæmt heimildum staðarmiðilsins The Manchester Evening News. Blaðið hefur beðið um ummæli frá félaginu varðandi stöðu hans en ekki fengið svar.

Ýmsir fjölmiðlar hafa talað um að næstu þrír leikir; gegn Tottenham, Atalanta og Manchester City, gætu ráðið örlögum Norðmannsins en talið er mögulegt að hann verði búinn að fá sparkið áður en að þeim kemur.

Sagt er að leikmönnum United hafi verið haldið á Old Trafford í tvær klukkustundir eftir lokaflautið í niðurlægjandi 5-0 tapi gegn Liverpool í gær.

United hefur tapað fimm leikjum af síðustu níu og er án sigurs í síðustu fjórum úrvalsdeildarleikjum.

Leikmenn fengu frí í dag en þeir eru ekki að keppa í deildabikarnum í vikunni þar sem liðið féll úr leik gegn West Ham í síðasta mánuði.

Antonio Conte er tilbúinn að ræða við Manchester United um að taka við liðinu samkvæmt frétt Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner