Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 09:05
Elvar Geir Magnússon
Adolf Daði í FH (Staðfest) - „Ætlum að hjálpa honum að koma ferlinum á fulla ferð“
Adolf Daði Birgisson er búinn að kveðja Stjörnuna og er kominn í FH.
Adolf Daði Birgisson er búinn að kveðja Stjörnuna og er kominn í FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur keypt Adolf Daða Birgisson frá Stjörnunni en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning.

„Tækifærin hafa verið af skornum skammti undanfarið en við ætlum okkur að hjálpa honum að koma ferlinum á fulla ferð á nýjan leik," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH.

Síðasta sumar var Adolf ekki í mjög stóru hlutverki hjá Garðbæingum, hann kom við sögu í 17 leikjum í Bestu deildinni og skoraði hann í þeim eitt mark. Hann gerði þá eitt mark í fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum.

Adolf Daði er 21 árs gamall og spilar á kantinum. Hann getur líka leyst aðrar stöður framarlega á vellinum. Hann á að baki þrjá leiki með U21 landsliði Íslands.

„Við höfum fylgst með Adolf í dágóðan tíma og erum mjög ánægðir með að hafa náð að klófesta hann. Hann kemur inn með mikla orku, hraða og vinnusemi. Getur leyst báðar kantstöðurnar og framherjastöðuna hjá okkur. Hann hefur einnig fína reynslu úr efstu deild," segir Davíð í tilkynningu FH.

FH hefur það sem yfirlýsta stefnu að yngja upp leikmannahóp sinn eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson tók við liðinu. FH hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner