Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 25. nóvember 2020 15:20
Magnús Már Einarsson
Aron fer frá Hammarby - Í MLS eða Bundesliguna?
Aron í leik með Werder Bremen á sínum tíma.  Fer hann aftur til Þýskalands?
Aron í leik með Werder Bremen á sínum tíma. Fer hann aftur til Þýskalands?
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson ætlar að yfirgefa Hammarby eftir tímabilið í Svíþjóð en hann gæti samið við félag í þýsku Bundesligunni eða MLS deildinni í Bandaríkjunum í janúar.

Hinn þrítugi Aron er kominn á gott skrið eftir mikla þrautagöngu vegna meiðsla en hann hefur skorað tólf mörk í sænsku úrvalsdeildinni í ár.

„Eftir tímabilið með Hammarby lítur út fyrir að ég kveðji og fari eitthvert annað," sagði Aron við ESPN. „Ég er ekki viss um það hvert ég mun fara en eins og staðan er núna þá fer ég í janúar."

Hinn þrítugi Aron spilaði í Þýskalandi með Werder Bremen frá 2015 til 2019 og hann gæti farið aftur þangað.

„Síðan ég fór frá Þýskalandi þá hef ég talið að ég þurfi að fara aftur þangað til að sýna öllum öðrum að ég sé nægilega góður til að spila þar," sagði Aron.

Aron ólst upp í Fjölni á Íslandi en hann fæddist í Bandaríkjunum og á nítján landsleiki að baki með Bandaríkjunum. Hann hefur áhuga á að spila í Bandaríkjunum áður en ferlinum lýkur.

„Ég hef alltaf sagt að það sé markmið mitt að spila í MLS-deildinni. Ég hef mikinn áhuga á MLS og að spila þar er eitthvað sem hefur verið draumur minn í mjög langan tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner