Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. nóvember 2020 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Maradona látinn
Mynd: Getty Images
Diego Armando Maradona er látinn, sextugur að aldri.

Maradona fékk hjartaáfall á heimili sínu, aðeins tveimur vikum eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna blóðtappa á heila.

Eftir aðgerðina sagði læknir hans frá því að Maradona væri hress, hann hefði hlegið og gripið um höndina á sér daginn eftir aðgerðina.

Maradona er einn besti fótboltamaður sem hefur spilað leikinn fallega. Hann er að margra mati sá allra besti. Hann hjálpaði Argentínu að vinna HM 1986, á móti þar sem hann sýndi sínar allra bestu hliðar.

Hann spilaði með Boca Juniors, Barcelona og Napoli, og var hann dýrkaður um alla veröld. Maradona hefur frá síðasta ári þjálfað Gimnasia de La Plata í heimalandi sínu. Hann var landsliðþjálfari frá 2008 til 2010 og stýrði liðinu á HM 2010 þar sem liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum.

Goðsögn er fallin frá. Hvíl í friði Diego Maradona.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner