Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. nóvember 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrafn Hallgrímsson í ÍA frá ÍR (Staðfest)
Hrafn með Jóa Kalla, þjálfara ÍA.
Hrafn með Jóa Kalla, þjálfara ÍA.
Mynd: ÍA
ÍA á Akranesi hefur krækt í varnarmanninn Hrafn Hallgrímsson frá ÍR, sem er í 2. deild.

Hrafn, sem er fæddur 2003, æfði áður með yngri flokkum Stjörnunar áður en hann gekk til liðs við ÍR á síðasta tímabili. Hann spilaði þar fimm leiki í 2. deildinni.

Að auki hefur Hrafn leikið fimm leiki fyrir U-16 ára landslið Íslands.

„Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni halda áfram á braut framfara. Við bjóðum Hrafn hjartanlega velkominn til ÍA," segir í tilkynningu Skagamanna.

ÍA hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Mótið var blásið af þegar ÍA átti fjóra leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner