Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 25. nóvember 2020 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool fyrst til að byrja með þrjá breska táninga síðan 2009
Curtis Jones er í byrjunarliði Liverpool.
Curtis Jones er í byrjunarliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool teflir fram þremur breskum táningum í byrjunarliði sínu gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld.

Sjá einnig:
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Salah snýr aftur

Þeir Curtis Jones, Neco Williams og Rhys Williams fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á Anfield.

Tölfræðisnillingarnir á Opta vekja athygli á því að þetta sé í fyrsta sinn síðan í desember 2009 að lið tefli fram þremur breskum táningum í byrjunarliði sínu í Meistaradeildinni.

Það gerðist síðast þegar Arsenal byrjaði með Jack Wilshere, Aaron Ramsey, Thomas Cruise og Kyle Bartley í leik gegn Olympiakos.


Athugasemdir
banner
banner
banner