Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. nóvember 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Schalke ekki unnið í 24 leikjum - Reka og setja menn í bann
Mynd: Getty Images
Útlitið hjá þýska félaginu Schalke er ansi dökkt þessa dagana en liðið er á botni þýsku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir átta umferðir.

Schalke hefur ekki unnið í 24 leikjum í röð og vandræði félagsins eru mikil.

Schalke hefur nú ákveðið að reka framherjann Vedad Ibisevic sem kom til félagsins í september. Ibisevic mun yfirgefa félagið um áramót.

Michael Reschke, tæknilegur ráðgjafi Schalke, hefur einnig verið rekinn.

Þá hafa þeir Nabil Bentaleb og Amine Harit, leikmenn Schalke, verið settir út í kuldann en þeir eru komnir í bann frá æfingum með liðinu og verða látnir æfa einir á næstunni.
Athugasemdir
banner