Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. nóvember 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja Söru mega vera pirraða á að fá ekki tilnefningu
Mynd: Getty Images
FIFA hefur tilnefnt leikmenn og þjálfara ársins fyrir árlega verðlaunaafhendingu sína en hún fer fram þann 17. desember næstkomandi.

Kosið er um besta leikmanninn, besta markmanninn og besta þjálfarann í karla og kvennaflokki.

Með því að smella hérna má sjá hvaða einstaklingar eru tilnefndir.

Vefmiðillinn 90 min tók saman lista yfir nokkra leikmenn sem geta verið pirraðar yfir því að fá ekki tilnefningu í kvennaflokki.

Sú fyrsta sem kemur fyrir á listanum er Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands.

„Íslenski miðjumaðurinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék með báðum liðum sem komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019/20, en hún fór frá Wolfsburg til Lyon fyrir lokametra keppninnar í ágúst. Hún hafði þegar hjálpað Wolfsburg að vinna deild- og bikar í Þýskalandi, áður en hún vann franska bikarinn með Lyon og skoraði í úrslitaleiknum sem Lyon vann," segir í greinni um Söru.

Sara átti átti frábært ár þar sem hún vann Meistaradeildina, önnur Íslendinga.
Athugasemdir
banner
banner