Ummæli Mohamed Salah hafa vakið mikla athygli en hann segist vera vonsvikinn yfir því að Liverpool hafi ekki boðið sér nýjan samning og telur að það sé líklegra að hann fari annað eftir tímabilið en verði áfram.
Glenn Murray, fyrrum sóknarmaður Brighton, segir að ómögulegt sé að fylla skarð Salah.
„Það er 100% enginn í leiknum sem getur komið inn og farið í skóna hans Salah. Það kemst enginn nálægt því. Það sem gleymist í umræðunni um hann er að hann er klár í að spila 90 mínútur í hverri viku," segir Murray.
„Ég held að talað verði um hann sem besta úrvalsdeildarleikmann sinnar kynslóðar. Ég er ekki að segja að hann sé bestur en han er með í umræðunni um besta úrvalsdeildarleikmann allra tíma."
Algjör markavél
Salah hefur verið algjör markavél síðan hann gekk í raðir Liverpool sumarið 2017. í úrvalsdeildinni hefur hann skorað 165 mörk í 262 leikjum eða 0,63 mörk að meðaltali í leik. Þá er hann með 74 stoðsendingar í þessum leikjum.
Þegar horft er á allar keppnir hefur Salah skorað 223 leiki fyrir Liverpool í 367 leikjum, þar á meðal 42 í Meistaradeildinni. Þá er hann aðeins einni stoðsendingu frá þriggja stafa tölu fyrir félagið. Mörk og stoðsendingar hans á þessu tímabili hafa verið ígildi 17 stiga og má því segja hann verðmætasta leikmann deildarinnar. Ef mörkin hans væru dregin frá væri Liverpool í þrettánda sæti.
Samningur Salah við Liverpool rennur út eftir tímabilið og óvíst hvort hann verði áfram.
17 - Mohamed Salah's goals & assists have been worth 17 points to Liverpool this season, the most of any player in the division. Without them, Chelsea would lead the league table, and Liverpool would be 13th. Indispensable. pic.twitter.com/wnd6Lhnxw2
— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2024
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 12 | 10 | 1 | 1 | 24 | 8 | +16 | 31 |
2 | Man City | 12 | 7 | 2 | 3 | 22 | 17 | +5 | 23 |
3 | Chelsea | 12 | 6 | 4 | 2 | 23 | 14 | +9 | 22 |
4 | Arsenal | 12 | 6 | 4 | 2 | 21 | 12 | +9 | 22 |
5 | Brighton | 12 | 6 | 4 | 2 | 21 | 16 | +5 | 22 |
6 | Tottenham | 12 | 6 | 1 | 5 | 27 | 13 | +14 | 19 |
7 | Nott. Forest | 12 | 5 | 4 | 3 | 15 | 13 | +2 | 19 |
8 | Aston Villa | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 19 | 0 | 19 |
9 | Newcastle | 11 | 5 | 3 | 3 | 13 | 11 | +2 | 18 |
10 | Fulham | 12 | 5 | 3 | 4 | 17 | 17 | 0 | 18 |
11 | Brentford | 12 | 5 | 2 | 5 | 22 | 22 | 0 | 17 |
12 | Man Utd | 12 | 4 | 4 | 4 | 13 | 13 | 0 | 16 |
13 | Bournemouth | 12 | 4 | 3 | 5 | 16 | 17 | -1 | 15 |
14 | West Ham | 11 | 3 | 3 | 5 | 13 | 19 | -6 | 12 |
15 | Everton | 12 | 2 | 5 | 5 | 10 | 17 | -7 | 11 |
16 | Leicester | 12 | 2 | 4 | 6 | 15 | 23 | -8 | 10 |
17 | Wolves | 12 | 2 | 3 | 7 | 20 | 28 | -8 | 9 |
18 | Ipswich Town | 12 | 1 | 6 | 5 | 13 | 23 | -10 | 9 |
19 | Crystal Palace | 12 | 1 | 5 | 6 | 10 | 17 | -7 | 8 |
20 | Southampton | 12 | 1 | 1 | 10 | 9 | 24 | -15 | 4 |
Athugasemdir