Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. desember 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Gróttublaðið 
Orri stefnir á aðalliðið, beygir þungt og horfir stressaður á Blikalið pabba síns
Orri lék með U19 ára liði FCK á dögunum.
Orri lék með U19 ára liði FCK á dögunum.
Mynd: Hulda Margrét
Í Hvíta-Rússlandi.
Í Hvíta-Rússlandi.
Mynd: Hulda Margrét
Óskar Hrafn ásamt Emilíu Óskarsdóttur.
Óskar Hrafn ásamt Emilíu Óskarsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Orri Steinn Óskarsson er sextán ára knattspyrnumaður sem er á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Orri hefur þar leikið með U17 ára liði félagsins en æft með U19 ára liðinu. Hann lék á dögunum sinn fyrsta leik með U19 ára liðinu. Orri hefur leikið tvo leiki með U19 og skorað tvö mörk í þeim báðum.

Orri er unglingalandsliðsmaður og lék síðast með U17 ára landsliðinu í Hvíta-Rússlandi fyrir tæpu ári síðan.

Orri fór til FCK frá Gróttu fyrir rúmu ári síðan en faðir hans er Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Gróttu og nú þjálfari Breiðabliks.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Orri Steinn Óskarsson (9. ágúst)

Orri var í viðtali sem kom út á dögunum í jólablaði Gróttu. Þar má lesa viðtalið við Orra í heild sinni ásamt viðtölum við Sveindísi Jane Jónsdóttur, Viggó Kristjánsson og Bjarka Má Ólafsson svo eitthvað sé nefnt. Viðtalið við Orra var einmitt tekið skömmu áður en hann skoraði tvö mörk fyrir U19 ára lið FCK í sínum fyrsta leik í þeim aldursflokki.

Alvöru hnébeygjur og mögnuð sýndarveruleikagleraugu
Orri kemur inn á það snemma í viðtalinu að eftir morgunæfingar hjá FCK sé fundur með hugarþjálfaranum en slíkt verður alltaf algengara hjá knattspyrnufélögum. Orri var í kjölfarið spurður hvort það væri eitthvað annað ólíkt hjá FCK miðað við það sem hann var vanur á Íslandi.

„Það kom mér á óvart hvað við lyftum þungt hérna. Heima fannst mér áherslan meira vera á meiðslafyrirbyggjandi æfingar og léttar lyftingar með mörgum endurtekningum. Nú er maður bara að setja vel á stöngina og taka þunga hnébeygju. Það tók alveg smá tíma að venjast því en það er fljótt að koma" sagði Orri við Gróttublaðið.

„Svo á félagið sýndarveruleikagleraugu (e. Virtual reality) sem meiddir leikmenn geta nýtt til að æfa skynjun og ákvarðanir. Ég hef aðeins prófað þetta og tæknin er mögnuð.”

Orri býr ásamt eldri systur sinni í Danmörku og segist hann vera kominn með ágætis tök á dönskunni. Hvernig kallar maður á boltann á dönsku?

„Spil!” segir Orri og glottir. „Maður þarf að nota það mikið.”

Langar að komast í aðalliðið á næstu tveimur árum
Hvert stefnir Orri á næstu árum?

„Hlutirnir geta verið mjög fljótir að breytast í fótbolta og ég reyni að vera meðvitaður um það. Menn geta lent í meiðslum og svo koma stundum risa tækifæri. En ég einbeiti mér bara að FCK og langar að komast í aðalliðið hér á næstu tveimur árum."

Mjög stressaður að horfa á Blikalið pabba síns
Orri var að lokum spurður út í tímabilið hjá Breiðabliki og Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

„Það var geggjað að fylgjast með þessu. Ég kom einmitt í sumarfrí í júlí og var á útileiknum við Fjölni sem við unnum 3-0 og heimaleiknum við ÍA sem gekk reyndar ekki vel. Svo hlýnaði mér í hjartanu að sjá Kjartan Kára (Halldórsson) æskuvin minn spila sína fyrstu leiki í meistaraflokki. Grímur (Ingi Jakobsson) spilaði auðvitað líka en hann hefur verið lengur með liðinu. Auðvitað var þetta erfitt tímabil fyrir Gróttu en ég er viss um að mínir menn komi sterkir til baka á næsta ári. Þetta er alvöru hópur sem getur haldið áfram að gera góða hluti."

„Ég horfði á þá Blikaleiki sem ég gat og var alltaf mjög stressaður. Fótboltinn sem pabbi lætur menn spila var heldur ekki að hjálpa stressinu! En mér fannst þetta flott tímabil og er mjög stoltur af pabba. Spái því Breiðabliki komist nær titlinum á næsta ári,”
sagði Orri við Gróttublaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner