Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   þri 20. janúar 2026 15:59
Kári Snorrason
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Gummi Tóta snýr aftur til Íslands eftir tæp fjórtán ár úti í atvinnumennsku.
Gummi Tóta snýr aftur til Íslands eftir tæp fjórtán ár úti í atvinnumennsku.
Mynd: ÍA
Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdastjóri ÍA, og Sigurður Jónsson.
Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdastjóri ÍA, og Sigurður Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn eru stórhuga fyrir næsta tímabil.
Skagamenn eru stórhuga fyrir næsta tímabil.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Guðmundur Þórarinsson skrifaði nýverið undir tveggja ára samning við ÍA og mun því leika í Bestu deildinni á komandi tímabil eftir tæplega 14 ára fjarveru.

Hann gengur til liðs við Skagamenn frá armenska liðinu FC Noah þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. Þar áður lék hann á Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum og á Grikklandi.

Fótbolti.net ræddi við Guðmund fyrr í dag um skrefið heim og hvers vegna hann valdi að ganga til liðs við ÍA.

Fékk Skagasamfélagið á bakið
„Hvers vegna ekki? Það er eiginlega betri spurning. Það var í rauninni allt sem heillaði mig við þetta. Þeir eru komnir með frábæra aðstöðu, mjög spennandi hóp, margir ungir strákar og góð aldursblanda. Síðan byrja þeir að æfa klukkan ellefu sem auðvitað hjálpar til þegar maður er orðinn pabbi. Síðan er auðvitað gríðarleg hefð þarna fyrir góðum árangri. Ég veit eins og þeir sannfærðu mig þá fékk ég allt Skagasamfélagið á bakið. Ég er rosalega spenntur fyrir þessu. Það er allt til alls þarna til að ná góðum árangri.“

„Ég talaði fyrst við Ingimar og síðan veit ég ekki hvar síminn stoppaði. Formaðurinn Eggert hringdi síðan, svo Lárus Orri auðvitað, Reynir Leósson var mættur þarna, ég þekki svo marga af Skaganum. Gulli Jónsson auðvitað þjálfaði mig á sínum tíma. Það voru svo margir sem höfðu samband og voru spenntir fyrir þessu. Maður hefði eflaust brotið nokkur hjörtu hefði maður ekki komið, það er frábært að þetta hafi verið lendingin.“

Heimkoma kitlað um nokkurt skeið
„Þetta hefur kitlað í svolítinn tíma. Maður er kominn með barn og annað á leiðinni. Maður var orðinn svolítið bensínlaus úti í Armeníu, auðvitað mikil kúltúrbreyting að vera þar. Ég held að það hafi gert útslagið þegar konan mín var aftur ólétt - þá var þetta eina í stöðunni. Að sama skapi er mjög spennandi að koma heim. Ég hef verið heppinn með skrokkinn og er núna 'A man on a mission' í að koma ÍA aftur í fremstu röð.“

Erfiðasta val ferilsins
Guðmundur átti í viðræðum við nokkur lið í Bestu deildinni, hann segir valið vera eitt það erfiðasta á ferlinum.

„Já þetta var það. Ef ég horfi til baka á ferilinn var þetta erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég er þakklátur fyrir að það voru nokkur önnur lið sem töluðu við mig. Ég vildi hugsa þetta með sjálfum mér og finna tilfinninguna fyrir þessu öllu. Ég hlakka mjög til að koma heim. Margir að vinna frábært starf í kringum deildina. Þetta er orðið rosalega spennandi og ég vildi vanda valið vel. Tilfinningin sem ég fékk þarna var frábær. Þeir unnu þetta allt mjög vel. Létu mig nánast ekki í friði, sem var nánast eina sem ég get sett út á. Magatilfinningin var frábær fyrir þessu.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner