Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 26. mars 2021 14:40
Magnús Már Einarsson
Henry hættir á samfélagsmiðlum
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal, hefur ákveðið að hætta á samfélagsmiðlum til að mótmæla kynþáttafordómum og ljótum skilaboðum sem fótboltamenn hafa fengið þar.

Margir fótboltamenn hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og fengið ljót skilaboð send í gegnum samfélagsmiðla á þessu tímabili.

Hinn 43 ára gamli Henry er með 2,3 milljónir fylgjenda á Twitter og hann tilkynnti ákvörðun sína með tilkynningu þar.

Henry ætlar að loka síðum sínum á samfélagsmiðlum þangað til að eitthvað verður gert til að stöðva aðila á samfélagsmiðlum sem eru með fordóma og ljót skilaboð.

„Það er alltof auðvelt að búa til aðgang og nota hann til að leggja í einelti án afleiðinga og án þess að koma upp um sig," sagði Henry.

Athugasemdir
banner
banner
banner