banner
   sun 26. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Marokkó vann Brasilíu - Fullkrug með tvennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Chelsea

Niclas Füllkrug var maður leiksins er Þýskaland tók á móti Perú í æfingalandsleik í gærkvöldi.


Fullkrug skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik í 2-0 sigri Þjóðverja sem hefði hæglega getað orðið stærri. Góð færi fóru forgörðum og klúðraði Kai Havertz vítaspyrnu á 68. mínútu.

Marokkó, sem reyndist spútnik lið síðasta Heimsmeistaramóts, tók þá á móti Brasilíu og vann flottan sigur í jöfnum og skemmtilegum leik.

Sofiane Boufal tók forystuna í fyrri hálfleik en Casemiro náði að jafna í þeim síðari. Það var svo Abdelhamid Sabiri, leikmaður Sampdoria, sem kom inn af bekknum í liði heimamanna og skoraði sigurmarkið. Það kom á 79. mínútu og urðu lokatölur 2-1 fyrir Marokkó. Hinn 18 ára gamli Andrey Santos var í byrjunarliði Brasilíu og spilaði fyrstu 65 mínútur leiksins.

Þá áttust nokkur yngri landslið við í æfingaleikjum og má þar helst nefna að Noni Madueke, leikmaður Chelsea, kom inn af bekknum og var valinn sem maður leiksins í 4-0 sigri U21 landsliðs Englands gegn Frakklandi.

Madueke var skipt inn í stöðunni 1-0, eftir að Emile Smith Rowe hafði komið Englandi yfir, og skoraði ellefu mínútum eftir innkomuna. Skömmu síðar gaf hann svo stoðsendingar á Curtis Jones og Jacob Ramsey, leikmenn Liverpool og Aston Villa, til að innsigla sigurinn.

Þá skoraði Crysencio Summerville, leikmaður Leeds, í 3-0 sigri U21 landsliðs Hollands gegn Noregi. Þar komst Sydney van Hooijdonk, sonur Pierre van Hooijdonk, einnig á blað.

Þýskaland 2 - 0 Perú
1-0 Niclas Fullkrug ('12)
2-0 Niclas Fullkrug ('33)

Marokkó 2 - 1 Brasilía
1-0 Sofiane Boufal ('29)
1-1 Casemiro ('67)
2-1 Abdelhamid Sabiri ('79)

England U21 4 - 0 Frakkland U21
1-0 Emile Smith Rowe ('50)
2-0 Noni Madueke ('77)
3-0 Curtis Jones ('79)
4-0 Jacob Ramsey ('86)

Holland U21 3 - 0 Noregur U21
1-0 Sydney van Hooijdonk ('3)
2-0 Crysencio Summerville ('5)
3-0 Quilindschy Hartman ('62)

Georgía 6 - 1 Mongólía

Bangladess 1 - 0 Seychelles

Sýrland 3 - 1 Taíland

Sameinuðu arabísku Furstadæmin 0 - 0 Tadsíkistan

Indónesía 3 - 1 Búrúndí

Barein 1 - 2 Palestína

Laos 2 - 1 Bútan

Mjanmar 1 - 1 Kirgistan


Athugasemdir
banner
banner