Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 16:43
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern einum sigri frá titlinum - Kovac ætlar að koma Dortmund í Meistaradeildina
Leroy Sane skoraði í sigri Bayern
Leroy Sane skoraði í sigri Bayern
Mynd: EPA
Dortmund vann magnaðan sigur
Dortmund vann magnaðan sigur
Mynd: EPA
Bayern München er einum sigri frá því að vinna þýsku deildina eftir að liðið vann 3-0 sigur á Mainz í 31. umferðinni í dag. Borussia Dortmund á raunverulegan möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili eftir dramatískan sigur á Hoffenheim.

Bæjarar hafa verið frábærir á tímabilinu og færast nú skrefi nær markmiðinu.

Leroy Sane og Michael Olise komu liðinu í 2-0 forystu í fyrri hálfleik gegn Mainz og þá gerði enski varnarmaðurinn Eric Dier þriðja markið með skalla eftir hornspyrnu þegar lítið var eftir af leiknum.

Bayer Leverkusen vann á meðan 2-0 sigur á Augsburg. Patrik Schick og Emi Buendia skoruðu mörkin, en staðan í deildinni er nú þannig að Bayern er á toppnum með 75 stig en Leverkusen í öðru með 67 stig.

Borussia Dortmund á þá möguleika á að komast í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð, en ekki var útlit fyrir það fyrir nokkrum vikum.

Nuri Sahin var rekinn eftir slakt gengi og tók Niko Kovac við liðinu, en hann hefur verið að ná í góð úrslit og stýrði liðinu til sigurs gegn Hoffenheim í dag.

Serhou Guirassy kom Dortmund í 1-0 á 20. mínútu en klikkaði síðan á vítaspyrnu fjórtán mínútum síðar. Adam Hlozek jafnaði fyrir Hoffenheim á 61. mínútu en Julian Brandt kom Dortmund aftur í forystu þrettán mínútum síðar.

Dramatíkin var svakaleg í uppbótartímanum. Tékkneski bakvörðurinn Pavel Kaderabek jafnaði metin á fyrstu mínútu uppbótartímans áður en Waldermar Anton gerði sigurmarkið fyrir Dortmund á lokasekúndunum.

Dortmund er í 6. sæti með 48 stig, aðeins þremur frá Meistaradeildarsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Freiburg leiðir enn baráttuna um 4. sætið eftir 1-0 sigur liðsins á Wolfsburg.

Fallbaráttulið Holsten Kiel vann heldur óvæntan 4-3 sigur á Borussia Mönchengladbach.

Kiel hefur ekki gefið upp von á að halda sæti sínu í deildinni, þó möguleikinn á því sé agnarsmár.

Heimamenn í Kiel komust í 2-0 en glutruðu forystunni á níu mínútna kafla í síðari. Armin Gigovic kom Kiel aftur í forystu en aftur jafnaði Gladbach.

Undir lok leiks tókst Shuto Machino að tryggja Kiel sigurinn með öðru marki sínu og lifir von Kiel-manna áfram. Kiel er í 17. sæti með 22 stig, þremur stigum frá umspili og átta stigum frá öruggu sæti.

Bayer 2 - 0 Augsburg
1-0 Patrik Schick ('13 )
2-0 Emiliano Buendia ('45 )

Bayern 3 - 0 Mainz
1-0 Leroy Sane ('27 )
2-0 Michael Olise ('40 )
3-0 Eric Dier ('84 )

Hoffenheim 2 - 3 Borussia D.
0-1 Serhou Guirassy ('20 )
0-1 Serhou Guirassy ('34 , Misnotað víti)
1-1 Adam Hlozek ('61 )
1-2 Julian Brandt ('74 )
2-2 Pavel Kaderabek ('90 )
2-3 Waldemar Anton ('90 )

Wolfsburg 0 - 1 Freiburg
0-1 Max Rosenfelder ('49 )
Rautt spjald: Maximilian Arnold, Wolfsburg ('26)

Holstein Kiel 4 - 3 Borussia M.
1-0 Shuto Machino ('15 )
2-0 Alexander Bernhardsson ('23 )
2-1 Tomas Cvancara ('60 )
2-2 Alassane Plea ('69 )
3-2 Armin Gigovic ('76 )
3-3 Franck Honorat ('86 )
4-3 Shuto Machino ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 31 23 6 2 90 29 +61 75
2 Leverkusen 31 19 10 2 66 35 +31 67
3 Eintracht Frankfurt 31 16 7 8 62 42 +20 55
4 Freiburg 31 15 6 10 44 47 -3 51
5 RB Leipzig 31 13 10 8 48 42 +6 49
6 Dortmund 31 14 6 11 60 49 +11 48
7 Mainz 31 13 8 10 48 39 +9 47
8 Werder 30 13 6 11 48 54 -6 45
9 Gladbach 31 13 5 13 51 50 +1 44
10 Augsburg 31 11 10 10 33 42 -9 43
11 Stuttgart 31 11 8 12 56 51 +5 41
12 Wolfsburg 31 10 9 12 53 48 +5 39
13 Union Berlin 30 9 8 13 30 44 -14 35
14 St. Pauli 30 8 6 16 26 36 -10 30
15 Hoffenheim 31 7 9 15 40 58 -18 30
16 Heidenheim 31 7 4 20 33 60 -27 25
17 Holstein Kiel 31 5 7 19 45 74 -29 22
18 Bochum 30 5 5 20 29 62 -33 20
Athugasemdir
banner
banner