Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 26. maí 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Óttast að Antony hafi hlotið sömu meiðsli og í fyrra
Antony liggur þjáður á grasinu.
Antony liggur þjáður á grasinu.
Mynd: EPA
Manchester United óttast að vængmaðurinn Antony hafi hlotið sömu ökklameiðsli og héldu honum frá keppni síðustu tvo mánuði síðasta tímabils, þegar hann var hjá Ajax.

Antony fór af velli á börum og með tárin í augunum þegar hann meiddist í sigrinum gegn Chelsea í gær.

Þessi 23 ára leikmaður missti af síðustu átta leikjum Ajax á síðasta tímabili eftir að hafa meiðst í landsleik með Brasilíu.

Antony hefur skorað átta mörk síðan United keypti hann frá Ajax í september,

Sigurinn gegn Chelsea gerði það að verkum að United innsiglaði sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili en liðið mun mæta Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins eftir rúma viku.

„Antony hefur orðið betri og betri, þessi ökklameiðsli líta ekki vel út. Liðið er ekki með annan leikmann sem getur spilað eins og hann á hægri vængnum og hans verður saknað í úrslitaleiknum," segir Henning Berg, fyrrum leikmaður Manchester United, við BBC.
Athugasemdir
banner
banner