Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
banner
   sun 26. maí 2024 20:05
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var svekktur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði fyrir Stjörnunni 5-0 í Garðarbænum


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Við bara vorum ekki nógu góðir og Stjarnan voru virkilega flottir. Unnu bara sanngjarnt góðan sigur."

Frammistaða KA liðsins var alls ekki góð í dag eins og úrslitin segja mögulega til um.

„Mér fannst byrjunin ekki eins og við ætluðum okkur, við ætluðum okkur út og vera rosalega aggressívir, fastir fyrir. Þeir eru léttleikandi og skemmtilegt lið en þegar maður nær að vinna boltan af þeim er mikið pláss. En því miður þá byrjum við leikinn rosalega passívir. 1-0 efitr 3 mínútur og 2-0 eftir 11 mínútur. Það er náttúrulega bara erfitt. Svo fannst mér við vinna okkur aðeins inn í leikinn og við vorum farnir að skapa aðeins í lok fyrri hálfleiks. Fórum inn með 2-0 stöðu og ræddum aðeins hvað við ætluðum að gera, en það eiginlega fauk út um gluggan þegar þeir skora aftur eftir 2 mínútur. Þannig mér fannst við bara ekki gefa okkur sénsinn á því að vinna þennan leik. Mér fannst Stjarnan spila þetta vel, og þegar við vinnum boltan þá náum við því miður ekki að spila okkur út úr fyrstu pressuni. Það er atriði sem við vissum að myndi gerast að þeir myndu fara beint í pressu og við bara vorum ekki nógu góðir í því. Því fór sem fór og eins og ég segi bara sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni."

KA hefur núna fengið á sig 20 mörk eftir 8 leiki í deildinni sem er mest af öllum í deildinni.

„Það er hárrétt hjá þér, það er ekki nógu gott. Við fengum inn strák fyrir sumarið sem er búinn að vera frábær, svo var hann líka bara frábær í dag, hann Hans. En við bara sem lið erum ekki að verjast nógu vel. Við vitum af þessu, við erum búnir að spjalla um þetta og erum að vinna í okkar málum. Þú breytir ekkert bara hlutum á einni viku eða tveim, við þurfum að vinna í þessum málum. Það er hárrétt hjá þér að við erum að fá allt of mörg mörk á okkur. Í dag að mín mati er það vegna þess að við erum allt of passívir."

Ívar Örn Árnason var í leikbanni í dag, í hans stað spilaði Birgir Baldvinsson í hafsenta stöðunni. Birgir er að upplagi bakvörður, en KA menn hafa í raun bara 3 hafsenta í hópnum og sá þriðji eftir fyrstu tveimur sem byrja alla leiki er Hákon Atli Aðalsteinsson sem er ungur leikmaður sem hefur ekki spilað mikið.

„Biggi hefur spilað þriggja hafsenta kerfi áður og það er bara þannig að við erum komnir með 3 hafsenta. Einn meira en við ætluðum okkur þegar við vorum að byrja mótið. Þannig ef menn eru í banni eða meiddir þá náttúrulega reynir aðeins á hópinn. Ég bara er ekki kominn svo langt að spá í því (hvort það þurfi að sækja hafsent á markaðnum) Biggi kom bara inn og hann gaf allt í þetta. Þannig já ég hef bara ekkert meira um það að segja."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner