Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
   þri 26. júní 2018 20:51
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry til Ferencvaros (Staðfest)
Sigursælasta félagið í Ungverjalandi
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Kjartan Henry Finnbogason hefur samið við Ferencvaros í Ungverjalandi en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans við Fótbolta.net í kvöld.

Ferencvaros er sigursælasta félagið í sögunni í Ungverjalandi en liðið hefur 29 sinnum orðið meistari þar í landi og 23 sinunm bikarmeistari. Síðast varð liðið meistari árið 2016.

Hinn 31 árs gamli Kjartan Henry hefur spilað með Horsens í Danmörku síðan árið 2014 en samningur hans þar er að renna út.

Kjartan hafði úr nokkrum möguleikum að velja en í vetur reyndi Bradford úr ensku C-deildinni að krækja í hann. Á endanum ákvað Kjartan að semja við Ferencvaros.

Ferencvaros endaði í 2. sæti í ungversku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, tveimur stigum á eftir Videoton. Liðið fer því í Evrópudeildina í ár þar sem það mætir Maccabi Tel Aviv frá Ísraael í 1. umferð í næsta mánuði.

Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Thomas Doll er þjálfari Ferencvaros en á meðal leikmanna liðsins er miðjumaðurinn reyndi Zoltan Gera.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner