Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   mið 26. júní 2024 22:19
Sævar Þór Sveinsson
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum.“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-1 sigur gegn Þrótti í 9. umferð Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Þróttur R.

Við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleiknum og uppskárum tvö mörk snemma í leiknum. Seinni hálfleikurinn var eitthvað sem við viljum líta betur á og bæta. Förum illa með mikið af færum og góðum leikstöðum þar sem við eigum að gera betur.

Jorgen Pettersen minnkaði muninn á 87. mínútu leiksins fyrir Þrótt sem hefði mögulega getað fært smá spennu í lokamínútur leiksins.

Ég var ekkert laus við það að það færi smá ónotatilfinning um mig þegar þeir minnka muninn. Við vissum að það yrði talsvert bætt við og við vorum komnir of aftarlega. Þeir voru búnir að negla okkur ansi langt niður völlinn. Svo bara fáum við góða skyndisókn og tryggjum sigurinn.

Leiknir kemur til með að etja kappi gegn Dalvík/Reyni á sunnudaginn fyrir norðan. Það verður þriðji leikur Leiknis á átta dögum, þar af eru tveir af þeim útileikir fyrir norðan en hinir útileikurinn var gegn Þór.

Við förum varlega á æfingum og strákarnir hugsa vel um sig og koma eins tilbúnir og þeir geta í öll verkefni. Það er ekkert hægt að biðja um mikið meira þegar það er spilað svona ört.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner