Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mið 26. júní 2024 22:19
Sævar Þór Sveinsson
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum.“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-1 sigur gegn Þrótti í 9. umferð Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Þróttur R.

Við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleiknum og uppskárum tvö mörk snemma í leiknum. Seinni hálfleikurinn var eitthvað sem við viljum líta betur á og bæta. Förum illa með mikið af færum og góðum leikstöðum þar sem við eigum að gera betur.

Jorgen Pettersen minnkaði muninn á 87. mínútu leiksins fyrir Þrótt sem hefði mögulega getað fært smá spennu í lokamínútur leiksins.

Ég var ekkert laus við það að það færi smá ónotatilfinning um mig þegar þeir minnka muninn. Við vissum að það yrði talsvert bætt við og við vorum komnir of aftarlega. Þeir voru búnir að negla okkur ansi langt niður völlinn. Svo bara fáum við góða skyndisókn og tryggjum sigurinn.

Leiknir kemur til með að etja kappi gegn Dalvík/Reyni á sunnudaginn fyrir norðan. Það verður þriðji leikur Leiknis á átta dögum, þar af eru tveir af þeim útileikir fyrir norðan en hinir útileikurinn var gegn Þór.

Við förum varlega á æfingum og strákarnir hugsa vel um sig og koma eins tilbúnir og þeir geta í öll verkefni. Það er ekkert hægt að biðja um mikið meira þegar það er spilað svona ört.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner