Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 26. júní 2024 22:19
Sævar Þór Sveinsson
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum.“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, eftir 3-1 sigur gegn Þrótti í 9. umferð Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  1 Þróttur R.

Við spiluðum mjög góðan fótbolta í fyrri hálfleiknum og uppskárum tvö mörk snemma í leiknum. Seinni hálfleikurinn var eitthvað sem við viljum líta betur á og bæta. Förum illa með mikið af færum og góðum leikstöðum þar sem við eigum að gera betur.

Jorgen Pettersen minnkaði muninn á 87. mínútu leiksins fyrir Þrótt sem hefði mögulega getað fært smá spennu í lokamínútur leiksins.

Ég var ekkert laus við það að það færi smá ónotatilfinning um mig þegar þeir minnka muninn. Við vissum að það yrði talsvert bætt við og við vorum komnir of aftarlega. Þeir voru búnir að negla okkur ansi langt niður völlinn. Svo bara fáum við góða skyndisókn og tryggjum sigurinn.

Leiknir kemur til með að etja kappi gegn Dalvík/Reyni á sunnudaginn fyrir norðan. Það verður þriðji leikur Leiknis á átta dögum, þar af eru tveir af þeim útileikir fyrir norðan en hinir útileikurinn var gegn Þór.

Við förum varlega á æfingum og strákarnir hugsa vel um sig og koma eins tilbúnir og þeir geta í öll verkefni. Það er ekkert hægt að biðja um mikið meira þegar það er spilað svona ört.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir