Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fös 26. júlí 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Dramatík í Grafarvogi
Lengjudeildin
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fjölnir 1 - 1 Dalvík/Reynir
0-1 Borja Lopez Laguna ('88 )
1-1 Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('90 )
Rautt spjald: Hassan Jalloh, Dalvík/Reynir ('82) Lestu um leikinn


Það var svakaleg dramatík þegar Dalvík/Reynir heimsótti Fjölni á Extra völlinn í kvöld.

Heimamenn í FJölni voru með mikla yfirburði en á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim ekki að setja boltann inn í markið.

Undir lok leiksins varð róðurinn enn þyngri fyrir gestina þegar Hassan Jalloh fékk að líta rauða spjaldið.

Manni færri tókst Dalvíkingum að ná forystunni þegar Borja Lopez kom boltanum í netið þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Liðið var þó ekki lengi með forystuna þar sem Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson jafnaði metin fyrir Fjölni en það reyndist síðasta mark leiksins.

Fjölnir er með sex stiga forystu á toppnum en Dalvíkingar á botninum fjórum stigum frá öruggu sæti.


Athugasemdir
banner
banner