Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 26. ágúst 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerir ráð fyrir því að Cristian Martinez komi ekki meira við sögu
Cristian Martinez.
Cristian Martinez.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Spænski markvörðurinn Cristian Martinez mun líklega ekki spila meira með KA á þessu tímabili vegna meiðsla.

Martinez kom til KA frá Víkingi Ólafsvík fyrir tímabilið en hann hefur komið við sögu í 12 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Hinn efnilegi Aron Elí Gíslason hefur staðið vaktina í fjarveru Martinez og staðið sig feykilega vel. Aron byrjaði að æfa sem markvörður á síðasta ári og saga hans hefur vakið mikla athygli.

Aron, sem var valinn í U21 landsliðið á dögunun, greindi frá því í viðtali eftir 2-2 jafntefli gegn Víkingi í gær að hann myndi örugglega standa vaktina áfram í markinu.

„Cristian Martinez fer í aðgerð á mánudaginn og virðist vera bara frá út tímabilið," sagði Aron Elí í gær.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
Aron Elí: Keypti mér markmannshanska í október 2016
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner