Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 26. september 2023 13:11
Elvar Geir Magnússon
50 milljóna króna leikurinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Aftureldingar.
Stuðningsmenn Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla
Á laugardaginn 30. september mætast Vestri og Afturelding í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgi ÍA upp í Bestu deild karla. Talað er um leikinn sem 50 milljóna króna leikinn.

Íslenskur Toppfótbolti, Lengjan og Sýn hafa náð samningum um að Stöð 2 Sport sýni leikinn og verður hann í opinni dagskrá í boði Lengjunnar.

„Það er í raun Lengjan sem er að gera okkur þetta kleift. Við höfum sýnt alla leiki í opinni dagskrá á YouTube í allt sumar. Okkur og Lengjunni hefði þótt skrýtið og leiðinlegt ef þessi leikur væri í lokaðri dagskrá þegar svo mikið er í húfi,“ segir Birgir Jóhannsson framkvæmdarstjóri ÍTF

„Eftir að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi deildarinnar þá hef ég trú á að þessi leikur eigi bara eftir að stækka enda mikið í húfi fyrir þau lið sem í honum taka þátt. Við vildum því leggja okkar að mörkum við að reyna að gera þessum leik eins hátt undir höfði mögulegt er,“ segir Einar Njálsson markaðsstjóri Lengjunnar.

„Það er mikið ánægjuefni að geta boðið upp á einn mikilvægasta fótboltaleik sumarsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hlökkum til að gera honum skil og bjóða öllum áhugamönnum um íslenskan fótbolta upp á leikinn með því að sýna hann í opinni dagskrá í góðu samstarfi við Lengjuna,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar.

Það verður spennandi að sjá hvaða lið verður það fyrsta til að verða umspilsmeistarar í Lengjudeildinni. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00 á laugardaginn.

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner