Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 26. október 2020 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen skoraði þrjú gegn Augsburg
Leverkusen 3 - 1 Augsburg
1-0 Lucas Alario ('16, víti)
1-1 Daniel Caligiuri ('51)
2-1 Lucas Alario ('74)
3-1 Moussa Diaby ('94)

Argentínski sóknarmaðurinn Lucas Alario gerði bæði mörkin er Bayer Leverkusen lagði Augsburg að velli í eina leik kvöldsins í þýska boltanum.

Alfreð Finnbogason var ekki í hópi Augsburg vegna vöðvameiðsla en hann verður vonandi klár fyrir næsta landsleikjahlé þegar Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM á næsta ári.

Leverkusen var betri aðilinn í dag og skoraði Alario eina markið í fyrri hálfleiknum úr vítaspyrnu.

Daniel Caligiuri minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en Leverkusen hélt áfram að vera við stjórn og kom Alario heimamönnum yfir á nýjan leik.

Gestirnir frá Augsburg lögðu allt í sóknarleikinn í uppbótartíma en þeim var refsað af kantmanninum leiftursnögga Moussa Diaby sem innsiglaði sigur heimamanna á 94. mínútu.

Leverkusen er í fjórða sæti eftir sigurinn, með níu stig eftir fimm umferðir. Augsburg er með sjö stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner
banner