Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. október 2021 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísa Viðars: Vinstri fóturinn dreginn og það gekk ágætlega
Icelandair
Elísa frábær í dag.
Elísa frábær í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Viðarsdóttir átti stórkostlegan leik þegar Ísland vann 5-0 sigur á Kýpur í undankeppni HM í kvöld.

Elísa, sem er á mála hjá Íslandsmeisturum Vals, spilaði vinstri bakvörð. Hún spilar vanalega hægri bakvörð, en leysti nýja stöðu mjög vel í kvöld.

„Ég held ég hafi skilað mínu verki í dag nokkuð vel. Hægri eða vinstra megin, þetta á ekki að skipta rosalega miklu máli. Vinstri fóturinn var dreginn fram í dag og það gekk ágætlega," sagði Elísa í samtali við RÚV.

„Ég er mjög sátt við mitt dagsverk. Ég er líka með frábæra hausa inn í teig sem voru að pikka upp þessa bolta. Ég er mjög sátt."

„Við hefðum getað nýtt margar stöður betur á vellinum í dag. En við skoruðum fimm og héldum hreinu, þannig að við göngum sáttar frá borði."

Elísa var spurð hvort hún ætlaði að tileinka sér vinstri bakvarðarstöðuna núna. „Þjálfarinn velur liðið, en ég er alltaf klár."
Athugasemdir
banner
banner
banner