Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2020 13:00
Miðjan
ÍBV vildi Sigga Bond - Dreymir um að spila aftur með FH
Siggi Bond.
Siggi Bond.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV sýndi áhuga á að fá Sigurð Gísla Snorrason, Sigga Bond, í sínar raðir á dögunum. Siggi sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

Þar ræðir Siggi um það hvernig hann vann sig úr óreglu og aftur inn á fótboltavöllinn þar sem hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Þrótti Vogum í 2. deildinni í sumar. ÍBV sýndi Sigga áhuga á dögunum en hann ætlar að vera áfram hjá Þrótti.

„Þeir voru búnir að heyra aðeins í mér en ég er samningsbundinn Vogunum," sagði Siggi í Miðjunni.

„Ég var spenntur fyrst. ÍBV er risaklúbbur og það hefði verið gaman að spila fyrir þá en mig langar að taka slaginn aftur með Vogunum. Ég vil klára 2. deildina með þeim og ná bikarævintýri."

„Mér líður rosalega vel í Vogunum og þeir hafa gert helling fyrir mig. Við Hemmi (Hermann Hreiðarsson) náum vel saman og við strákarnir erum allir góðir vinir."


Siggi Bond ólst upp hjá FH en hvar verður hann í fótboltanum eftir fimm ár? „Eftir fimm ár vil ég vera í FH. Ég væri til í að vera í toppliði og sérstaklega FH af því að ég er mikill FH-ingur," sagði Siggi.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Siggi Bond var neyddur til að ræna apótek í Amsterdam
Athugasemdir
banner
banner
banner