fim 26. nóvember 2020 05:55
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Slóvakíu í kvöld - Áhersla á sóknarleik
Icelandair
Ísland mætir Slóvakíu í kvöld.
Ísland mætir Slóvakíu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM kvenna klukkan 17:00 í dag. Bein textalýsing verður á Fótbolta.net en leikurinn er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV.

Íslenska liðið endar líklega í 2. sæti riðilsins en mikilvægt er að ná sigri í báðum þessum leikjum til að enda með sem flest stig. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM í Englandi á meðan önnur lið í 2. sæti fara í umspil.

„Við erum búnar að fá þrjá æfinga daga og það hefur gengið vel að fara yfir það sem þarf að fara yfir," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska liðsins, í viðtali á Twitter síðu KSÍ.

Ísland vann Slóvakíu 1-0 á Laugardalsvelli í fyrra en Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, hefur lagt ofuráherslu á sóknarleikinn fyrir leikinn í kvöld.

„Það er áhersla á að spila í kringum styrkleika þeirra og komast inn í þeirra veikleika. Það er ofuráhersla á það hjá okkur að við náum góðum takti í okkar sóknarleik og komumst inn í þau svæði sem eru veikleikar hjá slóvenska liðinu," sagði Jón Þór í viðtali á Twitter síðu KSÍ.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner