Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. nóvember 2020 11:00
Miðjan
Mætti í leigubíl af djamminu á æfingar
Siggi Bond spilaði með Þrótti Vogum í 2. deildinni í sumar.
Siggi Bond spilaði með Þrótti Vogum í 2. deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond, segir magnaða sögu sína í Miðjunni á Fótbolta.net í dag. Hinn 25 ára gamli Siggi ólst upp hjá FH en undanfarin ár hefur gengið á ýmsu í lífi hans.

Sigurður Gísli spilaði með ÍR á láni þegar liðið vann 2. deildina árið 2016.

„Það var helvítis vesen á kallinum þarna," sagði Siggi í viðtalinu í Miðjunni en hann kom oft á æfingar eftir djamm.

„Ég mætti nokkrum sinnum í leigubíl á æfingar. Maður var 21 árs og ekki búinn að átta sig alveg á lífinu. Maður var svo vitlaus að ég hélt að þetta væri allt í lagi."

„Ég var bekkjaður í nokkrum leikjum og var trylltur því mér fannst ég vera langbestur þarna. Þú getur ekki verið að djamma allar og ætlast til að þú spilir alla leiki þarna. Það virkar hvergi þannig."


Eftir að hafa spilað með ÍR fyrri hluta sumars 2016 fór Siggi á Þjóðhátíð. Eftir það spilaði hann ekkert meira um sumarið.

„Ég skeit svolítið á mig þá. Ég vil ekki fara mikið út í það en ég kom illa fram og það varð allt vitlaust á þjóðhátíð. Ég kom heim á æfingu á mánudeginum og mætti á æfingu hjá ÍR. Þeir höfðu heyrt af þessu veseni og Addó (Arnar Þór Valsson. þjálfari ÍR) tekur mig á fund þar sem hann segist vilja gefa mér smá hvíld því að þetta gæti verið erfitt andlega fyrir mig."

„Ég sagðist ekki þurfa neina hvíld og sagði að þetta væri bull. Ég rauk út af fundinum og mætti ekkert aftur. Ég sá helvíti mikið eftir þessu eftir viku en ég gat ekki farið þarna og faceað þetta. Ég fór á kaf í að djamma og deyfa mig út frá þessu öllu. Það var leiðinlegt að þetta endaði svona því að það var búið að ganga vel en svo var þetta ein helvítis þjóðhátíð."


Sjá einnig:
Siggi Bond: Aldrei verið eins hræddur um líf mitt

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Siggi Bond var neyddur til að ræna apótek í Amsterdam
Athugasemdir
banner
banner
banner