Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Maradona var sofandi þegar hann fékk hjartaáfall
Mynd: Getty Images
Diego Maradona lést eftir að hafa fengið hjartaáfall þegar hann var sofandi en argentínskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Maradona fannst látinn á heimili sínu í gær. Johnny Esposito frændi Maradona var sá síðasti sem sá hann á lífi.

Maradona fór á sjúkrahús fyrir tveimur vikum þar sem hann fór í aðgerð til að fjarlægja blóðtappa í heila. Læknar hafa kíkt regllega heim til hans síðan þá og þeir læknar komu að honum í rúmi sínu í gær þar sem hann var látinn.

Alberto Fernandez, forseti Argentínu, hefur boðað þriggja daga þjóðarsorg.

Líkkista Maradona var flutt í forsetabústaðinn þar sem hún verður á meðan þjóðarsorgin stendur yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner