Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2020 18:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rafmagnið fór af í Slóvakíu - Stundarfjórðungs töf
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Rafmagnið sló út á vellinum svo leikurinn er stopp eins og er, vonandi förum við af stað aftur sem fyrst," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í textalýsingu frá leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni fyrir EM2021.

Leikmenn yfirgáfu völlinn og leikurinn var stopp í um stundarfjórðung vegna rafmagnsleysisins.

Seinni hálfleikur var nýhafinn þegar rafmagnið fór af leikvanginum í Senec. Leikurinn er hafinn á ný og er staðan 1-0 fyrir Slóvakíu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Íslenska liðið hafði byrjað seinni hálfleikinn vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner