Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. nóvember 2020 15:24
Elvar Geir Magnússon
Torfi Tímoteus í Fylki (Staðfest)
Torfi Tímoteus á æfingu með U21 landsliðinu.
Torfi Tímoteus á æfingu með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Torfi Tímoteus Gunnarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fylki en hann kemur frá Fjölni.

Torfi er fæddur árið 1999 og er varnarmaður sem hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur.

Hann hefur spilað 51 leik í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk.

Torfi á að baki 29 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði hann þrjú mörk í þeim leikjum.

„Við bjóðum Torfa velkominn í Árbæinn," segir í tilkynningu Fylkis.

Fjölnismenn féllu úr Pepsi Max-deildinni í sumar en Árbæingar höfnuðu í sjötta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner