Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 27. janúar 2018 14:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Stjarnan spilar til úrslita
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 4 - 1 ÍBV
1-0 Baldur Sigurðsson ('25)
2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('28)
3-0 Kári Pétursson ('70)
3-1 Ragnar Már Lárusson ('71)
4-1 Hilmar Árni Halldórsson ('83)

Stjarnan er komin í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins 2018 eftir sigur á ÍBV í síðasta leik riðilsins í dag.

Baldur Sigurðsson kom Stjörnunni yfir um miðjan fyrri hálfleik með góðum skalla eftir sendingu af hægri kanti. Þremur mínútum síðar bætti Guðmundur Steinn Hafsteinsson marki við, aftur var það skalli en núna eftir fyrirgjöf Hilmars Árna Halldórssonar á vinstri kantinum.

Kári Pétursson skoraði svo þriðja markið þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum en hann lék laglega á varnarmenn og lagði boltann í markið.

ÍBV minnkaði muninn mínútu síðar með marki Ragnars Más Lárussonar en Hilmar Árni Halldórsson bætti svo við fjórða marki Stjörnunnar seint í leiknum þegar hann vippaði yfir Halldór Pál markvörð ÍBV.

Stjarnan mætir því Grindavík í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins en hann fer fram í Kórnum klukkan 12:30 næstkomandi laugardag.

Byrjunarlið Stjörnunnar: 1. Haraldur Björnsson, 3. Jósef Kristinn Jósefsson, 4. Jóhann Laxdal, 5. Óttar Bjarni Guðmundsson, 8. Baldur Sigurðsson, 9. Daníel Laxdal, 10. Hilmar Árni Halldórsson, 16. Ævar Ingi Jóhannesson, 22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson, 26. Kristófer Konráðsson, 29. Alex Þór Hauksson.

Byrjunarlið ÍBV: 21. Halldór Páll Geirsson, 2. Sigurður Arnar Magnússon, 3. Alfreð Már Hjaltalín, 4. Hallgrímur Þórðarson, 6. Dagur Austmann Hilmarsson, 9. Breki Ómarsson, 17. Ágúst Leó Björnsson, 23. Ragnar Már Lárusson, 24. Óskar Elías Zoega Óskarsson. 30. Atli Arnarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner