Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 27. janúar 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinn feimni Eriksen fer ekki fet eftir fullkomnu aukaspyrnuna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen reyndist hetja Inter í stórslagnum gegn AC Milan í ítalska bikarnum í gærkvöldi. Eriksen hefur ekki fengið margar mínútur í liði Antonio Conte en kom inn á á 88. mínútu í gærkvöldi.

Á sjöundu mínútu uppbótartíma tók hann sig svo til og skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu. Eriksen hefur verið orðaður í burtu frá Inter að láni en Conte þvertekur fyrir að Eriksen gæti farið.

„Í mánuð hef ég sagt sama hlutinn, þetta er hópurinn hjá Inter. Enginn mun koma, enginn mun fara. Ég held áfram að segja þetta og enginn virðist trúa mér," sagði Conte eftir leikinn.

„Við erum að vinna með Eriksen og viljum nota hann í hlutverki Brozovic því enginn annar getur leyst það hlutverk. Christian er mjög skarpur drengur, hann býr yfir gæðum, hann er hluti af verkefninu og ég er mjög ánægður að hann skoraði þetta mark. Ég vildi að hann myndi taka spyrnuna þar sem við vitum hvaða gæðum hann býr yfir."

„Hann er mjög feiminn svo ég vona að þetta mark hristi hann aðeins til og komi honum út úr skelinni. Okkur öllum líkar við hann, kannski of vel! Hann þarf að vera ákveðnari,"
bætti Conte við.

„Ég er mjög glaður, þetta var fullkomin aukaspyrna. Ég tileinka þessum sigri nýfæddri dóttur minni, fjölskyldu minni og öllum stuðningsmönnum," sagði Eriksen við Inter TV eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner