Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. janúar 2021 10:37
Magnús Már Einarsson
Zlatan gerði Lukaku brjálaðan með voodoo ummælum
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimvoic hefur beðist afsökunar á að rauða spjaldinu sem hann fékk í tapi gegn Inter í ítalska bikarnum í gær.

„Zlatan baðst afsökunar eins mikill sigurvegari og hann er," sagði Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, eftir leikinn í gær.

Hinn sænski Zlatan fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. Áður en að því kom höfðu Zlatan og Romelu Lukaku, framherji Inter, rifist heiftarlega.

Zlatan og Lukaku, sem voru áður liðsfélagar hjá Manchester United, rifust heiftarlega rétt fyrir leikhlé. Lukaku virtist benda Zlatan á að þeir gætu slegist utan vallar eftir leik en þá svaraði Zlatan: „Allt í lagi, hringdu í móður þína."

Lukaku svaraði með því að tala illa um eiginkonu Zlatan. Í kjölfarið sagði Zlatan Lukaku að nota voodoo-dúkku og þá sauð endanlega upp úr.

Þar var Zlatan að vitna í ummæli frá Farhad Moshiri, eiganda Everton, sem sagði að Lukaku hefði hafnað nýjum samningi hjá félaginu á sínum tíma eftir skilaboð frá voodoo-dúkku.

Lukaku neitaði þessu á sínum tíma en hann fór til Manchester United eftir að eigandi Everton hafði sagt að hann myndi fara til Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner