Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 27. janúar 2022 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur Orri: Frábært að vera kominn í FH aftur
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd frá því í október 2014.
Mynd frá því í október 2014.
Mynd: FH
Finnur Orri Margeirsson gekk í dag í raðir FH í annað sinn á ferlinum. Hann gekk einnig í raðir FH árið 2014 en samdi sama vetur við Lillestörm í Noregi, ákvæði var í samningnum sem leyfði honum að semja við erlent félag.

„Mér líst rosalega vel á þetta og rosalega gaman að vera kominn aftur. Það var stutt stopp síðast, út af öðrum forsendum, en frábært að vera kominn í FH aftur. Ég held að það skip sé siglt að Lilleström hringi, ef ég er alveg hreinskilinn með það."

Var erfitt að kveðja Breiðablik? „Breiðablik er uppeldisfélagið og þegar ég fór til þeirra þá var ég ekki með nein áform um að kveðja eftir eitt ár. Síðan „kickar" raunveruleikinn inn og þá verður maður bara að spila eftir því. Í grunninn vill maður spila fótbolta, það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu og þegar FH sýndi mér áhuga þá leist mér rosalega vel á það."

„Já, auðvitað var ég svekktur með spilatímann hjá Breiðabliki en hlutirnir fara eins og þeir fara, það þarf ekki að dvelja eitthvað lengi með það en á meðan á því stóð þá vildi maður spila meira. Við breytum því ekki úr þessu, ég er mjög ánægður með þetta skref sem ég er að taka núna og held að það sé gott sumar í vændum."

„Eftir að ég talaði við Óla, það samtal var rosalega gott og sannfærði mig um að koma. Óli er frábær þjálfari og allir sem þekkja til hans tala vel um hann. Það var gott samtal sem við áttum á Bakarameistaranum fyrir ekki svo löngu sem hafði góð áhrif."

„Við höfum gengið út frá því að ég spili miðjustöðuna, ég horfi á mig sem miðjumann og vil geta fengið útrás fyrir einhverjum hlaupum og djöfulgangi. Við fórum svo sem ekkert ítarlega yfir það hvort ég gæti leyst aðrar stöður,"
sagði Finnur Orri.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner