Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 27. janúar 2022 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur Orri: Frábært að vera kominn í FH aftur
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd frá því í október 2014.
Mynd frá því í október 2014.
Mynd: FH
Finnur Orri Margeirsson gekk í dag í raðir FH í annað sinn á ferlinum. Hann gekk einnig í raðir FH árið 2014 en samdi sama vetur við Lillestörm í Noregi, ákvæði var í samningnum sem leyfði honum að semja við erlent félag.

„Mér líst rosalega vel á þetta og rosalega gaman að vera kominn aftur. Það var stutt stopp síðast, út af öðrum forsendum, en frábært að vera kominn í FH aftur. Ég held að það skip sé siglt að Lilleström hringi, ef ég er alveg hreinskilinn með það."

Var erfitt að kveðja Breiðablik? „Breiðablik er uppeldisfélagið og þegar ég fór til þeirra þá var ég ekki með nein áform um að kveðja eftir eitt ár. Síðan „kickar" raunveruleikinn inn og þá verður maður bara að spila eftir því. Í grunninn vill maður spila fótbolta, það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu og þegar FH sýndi mér áhuga þá leist mér rosalega vel á það."

„Já, auðvitað var ég svekktur með spilatímann hjá Breiðabliki en hlutirnir fara eins og þeir fara, það þarf ekki að dvelja eitthvað lengi með það en á meðan á því stóð þá vildi maður spila meira. Við breytum því ekki úr þessu, ég er mjög ánægður með þetta skref sem ég er að taka núna og held að það sé gott sumar í vændum."

„Eftir að ég talaði við Óla, það samtal var rosalega gott og sannfærði mig um að koma. Óli er frábær þjálfari og allir sem þekkja til hans tala vel um hann. Það var gott samtal sem við áttum á Bakarameistaranum fyrir ekki svo löngu sem hafði góð áhrif."

„Við höfum gengið út frá því að ég spili miðjustöðuna, ég horfi á mig sem miðjumann og vil geta fengið útrás fyrir einhverjum hlaupum og djöfulgangi. Við fórum svo sem ekkert ítarlega yfir það hvort ég gæti leyst aðrar stöður,"
sagði Finnur Orri.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner