Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 27. janúar 2022 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnur Orri: Frábært að vera kominn í FH aftur
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Finnur Orri í teyju FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd frá því í október 2014.
Mynd frá því í október 2014.
Mynd: FH
Finnur Orri Margeirsson gekk í dag í raðir FH í annað sinn á ferlinum. Hann gekk einnig í raðir FH árið 2014 en samdi sama vetur við Lillestörm í Noregi, ákvæði var í samningnum sem leyfði honum að semja við erlent félag.

„Mér líst rosalega vel á þetta og rosalega gaman að vera kominn aftur. Það var stutt stopp síðast, út af öðrum forsendum, en frábært að vera kominn í FH aftur. Ég held að það skip sé siglt að Lilleström hringi, ef ég er alveg hreinskilinn með það."

Var erfitt að kveðja Breiðablik? „Breiðablik er uppeldisfélagið og þegar ég fór til þeirra þá var ég ekki með nein áform um að kveðja eftir eitt ár. Síðan „kickar" raunveruleikinn inn og þá verður maður bara að spila eftir því. Í grunninn vill maður spila fótbolta, það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu og þegar FH sýndi mér áhuga þá leist mér rosalega vel á það."

„Já, auðvitað var ég svekktur með spilatímann hjá Breiðabliki en hlutirnir fara eins og þeir fara, það þarf ekki að dvelja eitthvað lengi með það en á meðan á því stóð þá vildi maður spila meira. Við breytum því ekki úr þessu, ég er mjög ánægður með þetta skref sem ég er að taka núna og held að það sé gott sumar í vændum."

„Eftir að ég talaði við Óla, það samtal var rosalega gott og sannfærði mig um að koma. Óli er frábær þjálfari og allir sem þekkja til hans tala vel um hann. Það var gott samtal sem við áttum á Bakarameistaranum fyrir ekki svo löngu sem hafði góð áhrif."

„Við höfum gengið út frá því að ég spili miðjustöðuna, ég horfi á mig sem miðjumann og vil geta fengið útrás fyrir einhverjum hlaupum og djöfulgangi. Við fórum svo sem ekkert ítarlega yfir það hvort ég gæti leyst aðrar stöður,"
sagði Finnur Orri.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir