Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Ake gerði sigurmarkið gegn Arsenal
Mynd: EPA

Man City 1 - 0 Arsenal
1-0 Nathan Ake ('64)


Manchester City er komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir að hafa slegið topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, úr leik í stórslag. Man City mætti til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið á meðan Arsenal hvíldi nokkra lykilmenn.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu flottar marktilraunir en boltinn rataði ekki í netið.

Heimamenn í Manchester tóku völdin í síðari hálfleik en áttu í miklum vandræðum með að skapa sér færi, allt þar til á 64. mínútu.

Þá var Nathan Ake kominn alla leið inn í vítateig Arsenal þegar hann fékk einfalda sendingu frá Jack Grealish í lappirnar. Ake lagði boltann í fjærhornið þar sem Matt Turner, sem átti flottan leik, náði ekki til.

Arsenal reyndi að jafna en skapaði ekki mikla hættu og urðu lokatölur 1-0 sigur Englandsmeistara Man City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner