Leikmenn frá Norðurlöndunum hafa oft gert góða hluti í ensku úrvalsdeildinni. Erling Haaland og Martin Ödegaard eru til dæmis tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í dag.
Í úttekt Daily Mail eru skoðaðir sautján leikmenn frá Norðurlöndunum sem gætu hentað liðum í ensku úrvalsdeildinni. Tveir íslenskir landsliðsmenn eru á þeim lista.
Í úttekt Daily Mail eru skoðaðir sautján leikmenn frá Norðurlöndunum sem gætu hentað liðum í ensku úrvalsdeildinni. Tveir íslenskir landsliðsmenn eru á þeim lista.
Það eru þeir Hákon Arnar Haraldsson, sem hefur farið á kostum með Lille, og Orri Steinn Óskarsson, sem keyptur var til Real Sociedad í fyrra.
Eins og Fótbolti.net fjallaði um á dögunum hefur Tottenham fylgst með Hákoni síðan síðasta sumar. Newcastle United og Manchester United eru einnig með hann á blaði en þetta fullyrðir Craig Hope, sem er gríðarlega þekktur blaðamaður hjá Daily Mail.
Hann segir að njósnarar frá Newcastle og Man Utd hafi upphaflega líklega verið að fylgjast með liðsfélaga Hákonar, kanadíska sóknarmanninum Jonathan David, en báðir hafi þeir skilað inn skýrslu um Hákon.
Steve Nickson, yfirmaður leikmannakaupa hjá Newcastle, var á leik Lille og Nice þann 17. janúar en Hákon skoraði í 2-1 sigri Lille. Þá var Simon Wells, njósnari Manchester United, einnig í stúkunni. Sagt er að Newcastle fylgist grannt með Íslendingnum. Frammistaða hans gegn Liverpool í síðustu viku hefur væntanlega vakið enn meiri athygli á honum.
Hákon ólst upp sem stuðningsmaður Manchester United. Í grein Daily Mail er talað um að Hákon sé leikmaður sem Brighton og Brentford ættu einnig að vera að horfa til.
Í sömu grein er fjallað um Orra Stein og sagt að þó hann hafi farið hægt af stað á Spáni sé hann með mikla hæfileika. Stórlið á borð við Manchester City, Arsenal og Newcastle gætu krækt í hann í framtíðinni.
Athugasemdir