fim 27. febrúar 2020 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aubameyang: Mér líður mjög, mjög illa
Mynd: Getty Images
„Mjög, mjög vonsvikinn. Hvað get ég sagt? Þetta er mjög, mjög erfitt. Þetta var annar erfiður leikur og sigurmarkið þeirra undir lokin var óheppni. Svona er þetta," sagði Pierre-Emerick Aubameyang í viðtali við BT Sport eftir 1-2 tap gegn Olympiakos á heimavelli.

Framlengja þurfti leikinn og kom Aubameyang Arsenal í lykilstöðu með glæsilegu marki í framlengingunni. Olympiakos tókst að skora skömmu fyrir leikslok og dugði það í kvöld. Fyrirliðinn fékk dauðafæri undir lok framlenginarinnar og hefði getað komið Arsenal áfram.

„Ég skil þetta ekki sjálfur. Mér líður mjög, mjög illa yfir þessu. Svona getur gerst en ég skil ekki hvernig mér tókst þetta. Ég var þreyttur og var með krampa en það á ekki að vera afsökun."

„Það var erfitt að brjóta þá á bak aftur þar sem þeir spila djúpt. Við ætlum okkur að bæta okkar leik í deildinni og stefnan er að vinna eins marga leiki og hægt er. Við sjáum svo hverju það skilar okkur,"
sagði Aubameyang niðurlútur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner