Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 27. febrúar 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Andri spenntur: Vona að þetta verði mitt tímabil
Ætlar að vera betri en faðir sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason hefur komið sterkur inn í lið Start á þessu undirbúningstímabili eftir að hafa verið í láni hjá Víkingi R. á síðasta tímabili. Start fór upp í norsku úrvalsdeildina síðastliðið haust og Guðmundur Andri er staðráðinn í að vinna sér inn sæti í liðinu.

„Ég held að við munum standa okkur vel. Aðalmarkmiðið er að halda okkur uppi og vera ekki jó-jó lið," sagði Guðmundur Andri í viðtali á heimasíðu Start.

„Ég er með meira sjálfstraust núna og hlakka mikið til að byrja tímabilið. Það var gott að fá reynslu heima og skora mörk. Ég fékk meira sjálfstraust og kom sterkari og einbeittari hingað. Ég vona að ég fái sénsinn og ég vona að þetta verði mitt ár."

Tryggvi Guðmundsson, faðir Guðmundar Andra, spilaði með Stabæk í Noregi á sínum tíma og Norðmenn muna eftir honum. Guðmundur Andri segir markmiðið vera að gera betri hluti en faðir hans gerði á ferli sínum.

„Hann er góð fyrirmynd fyrir mig. hann segir mér alltaf hvar ég á að vera á vellinum og hvernig ég á að spila. Ég lít upp til hans," sagði Guðmundur Andri.

„Ég sagði alltaf við hann að ég yrði betri en hann. Það verður erfitt en það væri gaman ef ég gæti orðið betri en hann. Hann hefur mikla trú á mér og hann telur að ég geti orðið betri en hann var," sagði Guðmundur Andri.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega innslag en þar ræðir Guðmundur Andri einnig hæfileika sína í eldhúsinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner