Skomina dómari getur flautað þetta mót af, Liverpool verður meistari og neðstu þrjú liðin falla. Það er að vísu talsverð spenna um síðustu þrjú Meistaradeildarsætin en að öðru leyti er allt ráðið.
Sæbjörn Steinke fór yfir umferðina með Aksentije Milisic og var tekin góð umræða um flest öll liðin. Byrjað er á talsvert langri United umræðu en mikið er að á Old Trafford á þessum síðustu og verstu. Sóknarleikur Arsenal, viðsnúningur Everton og hendi á Haaland? Það og fleira er til umræðu í þættinum.
Þá er einnig spáð er í spilin varðandi úrslitaleikinn í deildabikarnum og rætt um leikbann Arne Slot, svo eitthvað sé nefnt.
Sæbjörn Steinke fór yfir umferðina með Aksentije Milisic og var tekin góð umræða um flest öll liðin. Byrjað er á talsvert langri United umræðu en mikið er að á Old Trafford á þessum síðustu og verstu. Sóknarleikur Arsenal, viðsnúningur Everton og hendi á Haaland? Það og fleira er til umræðu í þættinum.
Þá er einnig spáð er í spilin varðandi úrslitaleikinn í deildabikarnum og rætt um leikbann Arne Slot, svo eitthvað sé nefnt.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan og í öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir