Þeir Enes Þór Enesson og Rikharður Smári Gröndal hafa skrifað undir nýjan samning við Afturelding. Fyrri samningar hefðu báðir runnið út í lok tímabilsins 2025.
Nýju samningarnir gilda báðir út tímabilið 2027. Þeir eru báðir fæddir árið 2006 og eru því á nítjánda aldursári. Þeir eru báðir uppaldir hjá Aftureldingu og léku með Hvíta Riddaranum í fyrra.
Afturelding á æfingaleik gegn Val annað kvöld og 5. apríl sækir Afturelding Íslandsmeistara Breiðabliks heim í fyrstu umferð Bestu. Aftureldingu er spáð 10. sæti í spá Fótbolti.net.
Nýju samningarnir gilda báðir út tímabilið 2027. Þeir eru báðir fæddir árið 2006 og eru því á nítjánda aldursári. Þeir eru báðir uppaldir hjá Aftureldingu og léku með Hvíta Riddaranum í fyrra.
Afturelding á æfingaleik gegn Val annað kvöld og 5. apríl sækir Afturelding Íslandsmeistara Breiðabliks heim í fyrstu umferð Bestu. Aftureldingu er spáð 10. sæti í spá Fótbolti.net.
Úr tilkynningu Aftureldingar:
Enes er miðjumaður en Rikharður er kant og sóknarmaður. Báðir hafa þeir komið talsvert við sögu á undirbúningstímabilinu með meistaraflokki. Afturelding fagnar því að Enes og Rikharður hafi skrifað undir samningana og spennandi verður að fylgjast með þeim taka næstu skref í Mosfellsbæ.
Athugasemdir