Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 27. apríl 2022 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Hafrún Rakel mögulega ristarbrotin - „Við bíðum eftir myndatöku"
Hafrún Rakel fagnar hér í leiknum gegn Þór/KA
Hafrún Rakel fagnar hér í leiknum gegn Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Breiðabliks, gæti verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla eftir að hún fór af velli í 4-1 sigri liðsins á Þór/KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Hafrún skoraði tvö mörk fyrir Blika í leiknum en fór af velli á 36. mínútu vegna meiðsla.

Ásmundur ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn og kom þar í ljós að Hafrún gæti mögulega verið ristarbrotin.

Hún gæti mögulega verið frá í 6-8 vikur ef hún er ristarbrotin en Hafrún er á leið í myndatöku og ætti það að skýrast á næstu dögum.

„Ekki alveg. Við bíðum eftir myndatöku en það er mögulegt ristabrot en við vonum ekki," sagði Ásmundur við Fótbolta.net í kvöld.
Athugasemdir
banner