Barcelona varð spænskur bikarmeistari í gærkvöldi eftir gríðarlega fjörugan úrslitaleik gegn erkifjendunum í Real Madrid.
Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 en Madrídingar áttu góðan kafla í síðari hálfleik til að snúa stöðunni við.
Barca tók þó aftur völdin á vellinum og jafnaði metin til að knýja leikinn í framlengingu þar sem Jules Koundé skoraði að lokum sigurmarkið á 116. mínútu.
Það var verulega mikið um vafaatriði í leiknum, þar sem Börsungar vildu fá þrjár vítaspyrnur auk þess að sjá tvo leikmenn Real Madrid fjúka af velli með rautt spjald.
Í kringum leikslok fengu þrír leikmenn í liði Real að líta beint rautt spjald fyrir mótmæli gegn dómaranum. Antonio Rüdiger, Jude Bellingham og Lucas Vázquez sáu rautt.
Undir lok fyrri hálfleiks vildu Börsungar sjá Dani Ceballos fjúka af velli fyrir að fara með höndina í andlitið á Lamine Yamal, sem lét sig detta með tilþrifum til að atvikið yrði skoðað aftur í VAR-herberginu, en dómarateymið ákvað ekki að skerast inn í leikinn.
Ceballos og Yamal lenti saman
Þegar leikmenn gengu svo til búningsklefa lét Jude Bellingham óánægju sína með dómarateymið í ljós, en hann átti einnig sök á fyrsta marki leiksins eins og má sjá hér fyrir neðan.
Bellingham ósáttur
Bellingham mjög ósáttur
Slæm líkamstjáning Bellingham í fyrsta marki leiksins
Í uppbótartíma venjulegs leiktíma vildu Börsungar svo láta reka króatísku goðsögnina Luka Modric af velli fyrir hættulega tæklingu sem hann framkvæmdi beint fyrir framan nefið á dómaranum en fékk aðeins gult spjald fyrir.
Hættuleg tækling hjá Modric
Meiddur Dani Carvajal horfði á leikinn frá áhorfendapöllunum og hreytti ódæðisorðum að dómaranum.
Carvajal brjálaður í stúkunni
Börsungar vildu þrjár vítaspyrnur í leiknum, eina undir lok fyrri hálfleiks og tvær í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Í fyrri hálfleik skaut Dani Olmo boltanum í stöngina beint úr hornspyrnu en Pau Cubarsí hefði líklega náð frákastinu ef honum hefði ekki verið haldið í glímutökum af varnarmanni Real.
Cubarsí rifinn niður
26.04.2025 23:14
Börsungar vildu tvær vítaspyrnur í uppbótartíma
26.04.2025 23:00
Rüdiger brjálaðist þegar hann fékk rautt spjald
Yamal með tvöföld sólgleraugu í fögnuðinum: „Það skiptir ekki máli hversu mikið þeir skora, þeir geta bara ekki sigrað okkur á þessu tímabili."
Yamal í góðum gír eftir sigurinn
Athugasemdir