Antonio Rüdiger varnarmaður Real Madrid spilaði fyrstu 110 mínúturnar í 3-2 tapi gegn Barcelona í úrslitaleik spænska konungsbikarsins í kvöld.
Honum var svo skipt af velli í taktískri breytingu hjá Carlo Ancelotti en hann var ennþá mjög mikið partur af leiknum frá varamannabekknum.
Staðan var 2-2 þegar Rüdiger var skipt af velli en Börsungar tóku svo forystuna eftir mistök hjá Madrídingum og var mönnum heitt í hamsi á lokamínútunum. Real Madrid var með boltann í sókn þegar Ricardo de Burgos, afar umdeildur dómari úrslitaleiksins sem fékk mikla gagnrýni frá Madrídingum fyrir leik, stöðvaði leikinn til að dæma aukaspyrnu og hlúa að leikmanni Barcelona sem fann fyrir snertingu í andlitið og lét sig falla til jarðar og þóttist hafa orðið fyrir hnjaski.
Madrídingar voru allt annað en sáttir við þessa ákvörðun dómarans en enginn missti sig þó jafn mikið í skapinu og Rüdiger. Hann fékk rautt spjald á bekknum og brást við því með ógnandi hætti á meðan dómarinn gekk frá honum.
Það tók heila mínútu að róa Rüdiger niður og fjarlægja hann af vellinum en hér fyrir neðan má sjá myndbrot frá rauða spjaldinu og fyrstu viðbrögðum varnarmannsins, sem hélt svo áfram að reyna að komast að dómaranum þar til hann var loks leiddur til búningsklefa.
Sjáðu atvikið
Uppfært með lengri útgáfu:
Sjáðu atvikið í fullri lengd
Lucas Vázquez og Jude Bellingham fengu einnig rauð spjöld fyrir mótmæli í kringumn lokaflautið.
Athugasemdir