Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Pétur Viðars: Mikill kraftur í Krikanum
Pétur Viðarsson.
Pétur Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta var sameiginlegur vilji hjá klúbbnum hjá mér," sagði Pétur Viðarsson við Fótbolta.net í dag. Pétur hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og spila með FH í sumar en hann hafði síðastliðið haust ákveðið að hætta í fótbolta.

„Það var búið að vera smá samtal á milli okkar hvort að ég myndi snúa aftur. Eftir að hafa rætt við þá, þá leist mér mjög vel á það og var til í að taka slaginn aftur. Þetta snérist um að láta allt ganga upp út frá skyldunum í fyrirtækjunum, það var hluti af því að ég var að hugsa að vera ekkert meira í fótbolta," sagði Pétur.

Pétur hefur átt Pylsubarinn í Hafnarfirði en hann keypti einnig annað fyrirtæki í vetur.

„Ég er með Pylsubarinn og svo er ég líka með fyrirtæki sem heitir "Í mat" í Garðabænum. Það er heimilismatur í hádeginu. Ég tók við því í febrúar og hef unnið hörðum höndum að því að gera það að mínu eigin. Þetta er fyrirtæki sem hefur verið rekið í sextán ár og gengið vel en það er hellings vinna að koma inn í svona fyrirtæki. Einbeitingin hefur verið á því síðustu mánuði og síðan þurfti að glíma við Covid. Það hefur verið hellingur að gera."

Hinn 32 ára gamli Pétur segist vera í ágætis formi þó að hann hafi ekki æft fótbolta í vetur.

„Ég er búinn að njóta þess að vera í einhverju nýju. Ég tók Crossfit áður en það lokaði allt saman. Ég hef verið úti að hlaupa, synda og svoleiðis. Standið er klárlega ekki það sama og hjá hinum strákunum, ég geri mér alveg grein fyrir því. Ég og Óli ræddum það líka að ég mun þurfa smá tíma til að koma mér í leikformið. Grunnstandið er alls ekki slæmt og vonandi verð ég fljótur að ná mér upp," sagði Pétur sem er bjartýnn fyrir sumarið hjá FH.

„Ég er mjög bjartsýnn fyrir þetta. Það virðist vera mikill kraftur í Krikanum núna og það hefur verið mikil vinna í gangi bakvið tjöldin í vetur. Það eru margir flottir einstaklingar komnir inn í starfið og eru að vinna hörðum höndum að því að gera FH að fremsta félaginu í fótboltanum," sagði Pétur.

Pétur er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita
Hægt er að kaupa Pétur í Draumaliðsdeild Eyjabita
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner